1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 39

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 39
35 1. MAI Gunnar M. Magnúss: Gesturinn í fiskiverinu. Saga. I. Það var kominn einkennilegur gest- ur í fiskiverið. Einn daginn, þegar enginn átti von mannaferða, kom hann gangandi eftir þjóðveginum, sem lá út ströndina. Þetta var að hallandi degi og komið ans, alþýðunnar. En á meðan að sam- tök fjöldans, fagleg og stjórnmála- leg, eru ekki það sterk, að geta hrint í framkvæmd hugsjón jafnaðarstefn- unnar, þá gerir alþýðan ýmsar dægur- kröfur, sem verða aldrei nema nauð- vörn fjöldans gegn allsleysinu, sem núverandi þjóðskipulag skapar. Samtök íslenzkrar alþýðu hafa skapazt með því, að stofnuð hafa ver- ið verkalýðsfélög af v.erkamönnum og konum, sem starfa að hinum ýmsu greinum atvinnulífsins, í öllum kaup- stöðum landsins og flestum kauptún- um. Þessi verkalýðsfélög hafa síðan bundizt samtökum til þess að styrkja hvert annað í baráttunni fyrir bættum kjörum meðlima sinna, en þetta sam- band félaganna er máttur alþýðusam- takanna í landinu. Alþýðusamband íslands er sverð og skjöldur alþýðunnar í baráttunni fyr- ir lífinu. Það hefir í verkalýðsbarátt- unni verndað rétt félaganna og stutt þau til stórra átaka til bættra kjara. Það hefir verið brautryðjandi í boðun jafnaðarstefnunnar með þjóð- inni og á Alþingi og þar barist fyrir fram á einmánuð. Nokkrir þorpsbúar voru á stjái úti í kvöldblíðunni. Sumir sátu á árabátunum, sem ennþá lágu á hvolfi og í vetrarböndum þar á kamb- inum. Já, blítt var veðrið og blessuð tíðin farin að mildast. Þó var árabátaver- velferðarmálum alþjóðar, alþýðunnar, en gegn öllum árásum einstaklings- hyggjunnar á fólkið og samtök þess. Samtök alþýðunnar eiga í dag að- eins 10 þingmenn af 49, en það hefir sýnt sig, að þótt þeir hafi komið fram mörgum mikilvægum málum til hags- bóta fyrir yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, og komið í veg fyrir, að lög yrðu sett, sem takmörkuðu frelsi og rétt alþýðunnar og samtaka henn- ar, þá er ekki hægt að búast við skipulagsbr.eytingu í þjóðmálunum, fyrr en samtökin hafa eflst að mun og alþýðan á minnst fullan helming allra þingmanna. Þess vegna munu alþýðusamtökin nota 1. maí til þess að útbreiða j.afn- aðarstefnuna hér, og ekki linna á bar- áttunni gegn þekkingarleysinu og sundrunginni, heldur auka baráttuna fyrir þekkingu og fræðslu fólksins, og einingu. Vígorð alþýðusamtakanna er: Alþýðan öll í einum flokki — Al- þýðuflokknum. Auðvaldsskipulagið víki. Jafnaðarstefnan ríki. Guðm. Ó. Guðmundsson.

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.