1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 42

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Page 42
1. MAÍ 38 sem hékk á ,,treitommu“-nagla í þil- inu og soðningarspaðanum, sem hékk við hlið hans á öðrum minni nagla. Hjá kassanum stóð vatnsfata með tréhlemmi yfir. En við höfðagaflinn á rúminu var matarkoffortið, aðal- hirzla Jóhannesar, og upp úr því lagði einkennilega lykt, enda var þar sam- ankomið allt matarkyns, sem Jóhann- es dró í búið. Þar gat að líta box og skálar, einnig leirfanta, fiskihnífa og patrónur innan um brauð, sykur og skonrok, fisk eða kæfustykki, sem hann hafði látið detta einhversstaðar ofan í þetta óhólfaða ílát. Jóhannes var einbúi. Ég sá þegar Jóhannes kom með þennan hávaxna mann heim að hús- inu, þeir gengu fyrir herbergisglugg- ann okkar, svo benti Jóhannes honum að fara inn í anddyrið. Rétt á eftir heyrðum við marrið í stiganum undan fótataki þeirra. Þeir fóru að tala saman uppi á loft- inu; stundum heyrðum við orðaskil; það voru undarleg, óskiljanleg orð, sem Jóhannes sagði, ef það voru þá nokkur orð. Þeir virtust herma hvor eftir öðrum eða gjarnan þræta af töluverðri kergju. Þeir höfðu hátt. Jóhannes ýtti til koffortinu og gekk rösklega um gólf, það glamraði í fötunni hjá honum, og eitthvað datt á gólfið og brotnaði. Svo kom hann ofan með glerbrot í annari hendinni en vatnsfötunaíhinni, skálmaði fram á kambinn og þeytti glerbrotunum fram í fjöruna. Síðan sótti hann vatn í fötuna út í brunninn. Það gusaðist úr fötunni á leiðinni heim að húsinu. Honum lá skelfing á núna. Móðir mín kom út í dyrnar og spurði, hvort hann hefði fengið gest. Ójá, hann hafði fengið gest. Það var snúður á honum. Hún spurði hvort hann ætlaði að hafa gestinn næturlangt. Ojá, hann ætlaði að hafa hann næturlangt. Svo ruddi hann úr sér skammaryrðum um Víkurkarlana, þessar hengilmænur, þessa dáðlausu sótrafta, sagði hann. Hann fór upp á loftið með vatnið, en rétt á eftir kom hann aftur ofan til þess að fá lánaðar eldspýtur; stíg- vélin af gestinum lét hann ofan í and- dyrið. Þeir voru kyrrir uppi á loftinu, það sem eftir var kvöldsins. Líklega hefir Jóhannes gefið gesti sínum kaffi og skonrok, ef til vill vatnsgraut með púðursykri út á. Það var venjulegur matur þorpsbúa á þessum tíma í fiski- verinu. Jóhannes bjó svo um sig á gólfinu, en gesturinn lagðist til hvílu í rúminu. Samtal þeirra þagnaði, en húmið seig smátt og smátt yfir þorp- ið í kyrrð og friði kvöldsins. Það var kominn sá tími, að þorpsbúar háttuðu í björtu. Mamma tók skóna í anddyrinu og þurrkaði vandlega af þeim aurinn. Ég horfði á hana. Þetta voru fallegir skór. III. Morguninn eftir gekk Jóhannes skytta út kambinn með byssuna sína. Hann virtist vera fæddur með ómót- stæðilegri þörf að fást við veiðar og vera í ferðalögum. Dag eftir dag reikaði hann út með sjónum með byssuna; stundum lá hann tímunum saman út við skerin og beið eftir því að selur skriði upp

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.