1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 47

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 47
43 1. MAI Sjálfstæðis- og þjóðernismálin. Hver er afstaða alþýðunnar? Þeir, sem hófu merki íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu á öndverðri 19. öld, voru gripnir af þeim öldum, sem skullu yfir þjóðirnar um og eftir frönsku stjórnarbyltinguna. Borgarastéttin í Evrópu krafðist frelsis og lausnar und- an oki aðals og einveldis. Júlíbylting- in í Frakklandi gaf frelsis- og jafn- réttiskröfum þessarar undirokuðu stéttar nýjan þrótt, og 1848 barðist þetta í þínar bækur. Þú steinþegir, eins og við, ellegar---- — Ellegar hvað —? Þá kom Finnlendingurinn fram í dyrnar, 'vatt sér fram hjá Jóhannesi og staðnæmdist fyrir framan yfir- valdið. Þögn sló yfir alla, þegar hann birtist. Hann stóð þar fölur og óáreit- inn með niðurslapandi handleggi og virtist ekki líklegur til þess að verja sig, þó að á hann yrði ráðist. Hreppstjórinn gekk nokkur skref aftur á bak, en fólkið kom nær til þess að sjá útlendinginn. Það varð þröng við dyrnar og hreppstjórinn hvarf inn í þvöguna, svo að lítið bar á. Sama kvöldið sló Jóhannes upp rúmi í herbergishorninu, þar sem flat- sængin hafði verið. Hann ætlaði að láta Finnann búa þar hjá sér. Um þessar mundir bárust fréttir af sunnangöngunni. Nýtt líf færðist yfir fiskiverið. Jóhannes og Finnlendingurinn réru saman á tveggja manna fari um vorið. þessi stétt um alla Mið- og Vestur- Evrópu fyrir fjárhagslegu og pólitísku frelsi sínu. Jafnhliða óx hin þjóðernis- lega vitund og kröfur um sjálfsákvörð- unarrétt, sjálfstæði þjóðanna. Borgarastéttin vann sigur yfir sín- um kúgurum með tilstyrk þess verka- lýðs — launaþega, — sem þá þegar var orðin sérstök stétt, og tók öflug- an þátt í baráttunni gegn aðals-kirkju- og konungsvaldi. En þessi stétt — fjórða stéttin •— gleymdist, þegar sigrinum var náð. Efnalega var henni haldið niðri í eymdinni, og henni var bægt frá að njóta félagslegra réttinda. í frönsku stjórnskipulögunum frá 1791 var svo ákveðið, að launþegar væru ekki virkilegir borgarar, og með því ákvæði var franska verkalýðs- stéttin svift atkvæðisréttinum. Borg- arastéttin hafði náð yfirráðunum, nú hafði hún tögl og hagldir, og varð staðgengill auðvalds og einveldis. — Kúgunin var ekki horfin úr þjóðfélag- inu, heldur höfðu völdin skipt um sæti. Nýir framleiðsluhættir kröfðust nýrra þjóðfélagshátta, í stað léns- mannavalds kom vald stóriðjuhöld- anna, í stað margra smárra atvinnu- rekenda, komu fáir og stórir. Á þessu fyrsta tímabili þess kapi- talisma, sem við búum við, lýsti enskur rithöfundur aðstöðu stéttanna á þessa leið: ,,Tvær þjóðir, milli þeirra er engin samúð, enginn gagnkvæmur skilningur né afskipti, þær eru jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.