1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Síða 50
1. MAl
46
nöldra um uppreisn og heimtufrekju,
sem væri þjóðinni (þ. e. þeim per-
sónulega) hættuleg. . ,
Svonefndir íslenzkir „sjálfstæðis-
menn“ hafa því með framferði sínu
jafnt í viðskipta- og atvinnumálum
þjóðarinnar, sem í pólitískri baráttu,
unnið að því sleitulaust að kljúfa
þjóðina í tvo andstæða hópa.
Frá þeirra hendi hefir dunið hvert
hnefahöggið á fætur öðru í andlit al-
þýðunni.
Kaupkúgunartilraunir þeirra, and-
staða þeirra gegn umbótamálum verka
lýðs og bænda, hóflaus ágengni í við-
skiptum, og takmarkalaust ábyrgðar-
leysi um f járráðstafanir bankanna, •—
allt þetta miðar beinlínis að því, að
auka stéttamismuninn í landinu, skapa
andstöðuna, breikka bilið milli auðs
og örbirgðar.
Hér er ekki rúm til að rekja þetta
til hlýtar, en aðeins skal bent á and-
stöðuna gegn togaravökulögunum,
verkamannabústöðunum, fjárframlög-
um til atvinnubóta, rekstri þess opin-
bera á stórútgerðinni o. s. frv.
Öll þessi harðvítuga andspyrna
íhaldsins gegn þessum og ótal fleiri
hagsmunamálum, ásamt framkomu
þess gagnvart þeim, er leita urðu á
náðir sveitar eða bæja, er ekkert
annað en ísköld, járnhörð tilkynning
þess til alþýðunnar: „Þú ert ekki
talinn með í þjóðfélaginu“.
Hver trúir því, að slík framkoma
auki einingu þjóðarinnar, eða styrki
þjóðernistilfinningu smælingjanna, •—
þeirra, sem sárast eru leiknir?
Allt, sem gert hefir verið til þess
að jafna lífskjör fólksins í landinu,
með því að búa betur að alþýðustétt-
unum til lands og sjávar, það er allt
framkvæmt gegn vilja íhaldsins, en
fyrir baráttu Alþýðuflokksins.
Allar þessar umbætur stuðla vitan-
lega að því, að glæða þjóðerniskennd-
alþýðunnar, því að þá fyrst nær sú
tilfinning að þroskast með eðlilegum
hætti, ,er þegninn finnur til þess, að
hann er hluti af þjóðinni, en sé nokk-
uð til, sem drepur þessa tilfinningu,
þá er það miskunnarleysi kúgaranna
og sífelld boð þeirra um útskúfun og
réttleysi, sem berast út til fólksins
með verkum þeirra.
Veit eg þessu ekki betur lýst en með
orðum sænska forsætisráðherrans, Per
Albin Hansson; hann segir:
„Föðurlandsást eða þjóðernistilfinn-
ing verður ekki prédikuð inn í hjört-
un. Hún grær af sjálfu sér, og er
gjarnan dulin hjá allflestum.
En það er hægt að byrgja hana inni,
svo hún beri ekki ávöxt, heldur visni
af næringarskorti. Fólk, sem lifir við
neyðarkjör, er þjáð af sinni eigin
eymd og áhyggjum; vanhirðing og
beiskja deyfa tilfinninguna fyrir heim-
ilinu, hjá þeim er hljóta stjúpmóður-
uppeldi.
En samhyggja skapar heimilisrækt,
réttlæti útrýmir beiskjunni og skapar
tiltrú, sameiginleg hlutdeild í eða á-
hrif á stjórn og rekstur skapar sam-
úðar- og ábyrgðartilfinninguna.
Áhrif almenns kosningaréttar á
fjöldann hafa orðið þau, að sam-
kennd hans með föðurlandinu hefir
vaxið og orðið ákveðnari.
Látum þennan fjölda, og þá fyrst
og fremst þann hlutann, er býr við
erf.ðust kjör,' finna, að ríkisvaldið
gerir allt, sem í þess valdi stendur,
til að létta byrðarnar, bæta lífskjörin.
Látum þennan fjölda finna, að fyr-