Valsblaðið - 24.12.1968, Side 6

Valsblaðið - 24.12.1968, Side 6
4 VALSBLAÐIÐ Frá Valsdeginum 11. ágúst siSastliSiS sumar. LeikaS á öllum völlum. Mamma og pabbi og áSrir Valsunnendur horfa á „sina menn“. Valur er stórt félag, sem hefur yfir 1000 félagsmenn. Eignir fé- lagsins skipta milljónum króna. Miklir fjármunir fara um hendur deilda og nefnda. Það má því ekki vera tilviljanakennt hverjir taka mikilsverðar ákvarðanir. Það sem talið er að fulltrúa-aðalfundur hafi meira gildi heldur en aðal- fundur með núverandi sniði, er, að tryggt þykir, að allir starfandi framámenn félagsins mæti á fund- um, ásamt öðrum áhugasömum fé- lagsmönnum. Frumvarp þetta var lagt fyrir framhaldsaðalfund 2. des. s.l. Frumvarpið náði ekki fram að ganga, og var fellt, en þar sem um lagabreytingu var að ræða, þurfti % til að það næði samþykki. Tímanýting íþróttahússins er mjög góð, eins og undanfarin ár. Með tilkomu badmintondeildar er nú aukin þörf fyrir meira hús- rými, og er vissulega tímabært að athuga möguleika á byggingu nýs íþróttahúss. 1 sumar og haust var skipt um gólf í íþróttasalnum, og salurinn málaður og lagfærður. Áður en gamla gólfið var rifið, hélt stjórn- in hlutaveltu í salnum, og var hún sæmilega sótt. Félagsheimilisnefndin réði nýja húsverði, sem nú hafa starfað með miklum ágætum í eitt ár. Nefndin vinnur nú að því að nýta félags- heimilið betur en hingað til. Fram- kvæmda- og vallanefnd hefur aðal- lega unnið að jarðabótum og fegr- un svæðisins. Unglingaflokkur á vegum borg- arinnar vann síðastliðið sumar að lagfæringu og snyrtingu á svæð- inu. Á aðalfundum undanfarinna ára og auk þess meðal ýmsra Vaisfé- laga, hefur oft verið minnzt á það, að gaman væri að koma upp eða stofna til Valsdags að Hlíðarenda. Þar sem sitt hvað færi fram og sýnt væri af starfsemi félagsins, fyrst og fremst aðstandendum fé- lagsmanna, eldri og yngri og þó kannske frekar yngri. Lengst af var þetta þó umtalið eitt o g af framkvæmdum varð ekki, þar til að á síðasta aðalfundi var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Vals haldinn 11. Þá kom Valsblaðið út undir sömu stjórn og áður. Var blaðið hið vandaðasta að allri gerð, svo sem áður. Starfið í Val verður æ umfangs- meira með hverju ári. Það er því mikil vinna, sem margir leggja á sig til að okkar ágæta félag geti haldið áfram að þjóna því hlut- verki sem því er ætlað. marz 1968 samþykkir að fela stjórn félagsins, að sjá um, að efnt verði til Vals-dags einu sinni ár hvert." Þessi tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegnþremur. Meðþessari samþykkt var loku fyrir það skotið að stjóm- in gæti skotið sér undan fram- kvæmdinni, þar sem beint og ótví- rætt var fyrir hana lagt að fram- kvæma þetta á starfsárinu, eða fá yfir sig harða og réttmæta gagn- rýni, þegar þar að kæmi, fyrir að bregðast því valdi, sem var ofar öllu öðru valdi í félaginu — aðal- VALSDAGU RIN N 1968

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.