Valsblaðið - 24.12.1968, Side 8

Valsblaðið - 24.12.1968, Side 8
6 VALSBLAÐIÐ en það má með sanni segja að þeir unglingar, sem í félagið hafa geng- ið, eru mjög til fyrirmyndar hvað umgengni og framkomu snertir. Forystumenn félagsins eru sér þess meðvitandi, að félagið hefur stóru hlutverki að gegna í æsku- lýðsmálum borgarinnar. Okkur er það ljóst að ábyrgðin er mikil. Þessvegna viljum við gefa að- standendum kost á að kynna sér hvers konar félagsskapur það er, sem börn þeirra leita eftir. Margur er smár er hann í fyrsta sinn kemur hingað til að spyrna bolta, ef til vill svo smár að hann ratar ekki heim til sín eftir æf- ingu. Margir koma, sumir hætta, aðr- ir halda áfram. Boltinn hefur seið- mátt, sem margir fá ekki staðizt, þeir bindast félaginu sterkum böndum. Hér myndast oft vinátta og kunningsskapur, sem nær út fyrir þetta svæði. Margir minnast þess með þakk- læti í endurminningum sínum, að þeir skyldu hafa fengið tækifæri til að stunda íþróttir sem ung- lingar- I kvæði segir Guðmundur Sigurðsson, gamall Valsfélagi og „hirðskáld“ Vals í mörg ár: Man ég hvað þessir melar seiddu margan lítinn dreng til sín. — Hér var mætt í heilum hópum hér var fyrsta æfing mín. — Ó, þeir fögru æskudraumar ennþá búa í huga mér þegar ég sem stuttur snáði stökk og lék með knöttinn hér. Knattspyrnufélagið Valur er sem kunnugt er áhugamannafélag, sem ungir piltar í K. F. U. M. stofnuðu 1911. Æ síðan hafa áhugasamir menn lagt á sig mikla vinnu til að félag- ið héldi velli, yxi og dafnaði. Snemma var byrjað á fram- kvæmdum. Allt frá því félagið keypti þetta svæði hér að Hlíðarenda hafa stór- huga og framtakssamir menn eytt frítíma sínum hér til að skapa æskufólki borgarinnar aðstöðu til íþróttaiðkana eins og bezt verður á kosið. Þrátt fyrir það þó að öll vinna við framkvæmdir og stjórnar- störf sé unnin í sjálfboðaliðsvinnu, kostar geysi mikið fé að reka slíkt félag sem Val. Þess fjár, sem með þarf, ermeðal annars aflað eftir allskonar fjár- öflunarleiðum, svo sem happ- drættum, hlutaveltum, auglýsing- um o. fl. Þó slíkar fjáraflanir séu ekki alltaf vinsælar hjá þeim sem til er leitað, hefur fólk yfirleitt sýnt slíku góðan skilning. Ég vona að fólk geri sér ljóst, að þeim fjár- munum, sem aflað er, er vel varið, til að viðhalda þeirri aðstöðu, sem við höfum í dag- Jafnframt verð- um við að reyna eftir megni að nýta þá möguleika, sem þetta svæði okkar býður uppá; og er þó ýmislegt ógert. Þetta er ekki sagt til að skjóta fólki skelk í bringu, að nú sé ein- hver fjáröflunarherferð í aðsigi, heldur er á þetta minnzt til að fólk íhugi að það hlýtur að vera fjár- frekt að hafa skapað slíka aðstöðu og geta boðið hana hverjum sem er. Það er ósk forráðamanna Vals að samband þeirra við aðstandend- ur unglinga sé sem vinsamlegast og þeir eru ávallt til viðtals um málefni, sem snúa að Val. Eðlilegt er að foreldrar vilji vita hvað börn þeirra hafast að í tómstundum sínum, og þá er oft spurt — hvert ætlarðu ? og þá er ef til vill svarað: Á æfingu hjá Val. Það eru því miður margir sem vita ekki hvert þeir ætla. Ef svar- að er: Á æfingu hjá Val, er það von okkar, forráðamanna Vals, að það sé góð trygging fyrir heil- brigðum tómstundum. Það er von okkar að enginn sjái eftir þeim stundum, sem eytt er hér á þessu svæði. 1 kvæði segir Guðmundur Sig- urðsson: — Þegar vorsins vindar strjúka vang-a mína þítt og hljótt, þá eru þessir moldarmelar mér í huga dag og nótt. — Hérna ég í æsku undi Öll mín beztu sumarkvöld. — íþróttin hér yndi sáði — og uppskeran varð þúsundföld. Fyrir hönd Knattspyrnufélags- ins Vals býð ég ykkur öll velkom- in hingað í dag til að sjá og kynn- ast starfsemi félagsins. Vonast er til að þið verðið nokkurs vísari, þá er tilgangi okkar náð. Jafnframt þakka ég vinum vor- um og félögum hinna annarra íþróttafélaga borgarinnar, sem sýnt hafa oss þann velvilja að verða við ósk okkar um að koma hingað á þessum hátíðisdegi okkar til þess að keppa við okkur, og þannig skapað nauðsynlega fjöl- breyttni dagskrárinnar. Frá aðalfundi knattspyrnudeildarinnar Stjórnin, sem nú skilar af sér störfum, var kosin á aðalfundi deildarinnar 29. janúar 1968. For- maður var kjörinn Elías Hergeirs- son, aðrir stjórnarmeðlimir skiptu þannig með sér verkum: Skúli Steinsson varaform. Gísli Sigurðs- son ritari, Árni Njálsson, gjald- keri, Árni Pétursson meðstj. Vara- menn: Sigurður Marelsson, Þor- steinn Friðþjófsson og Kjartan Guðmundsson. Gísli Sigurðsson var fjarverandi frá stjórnarstörf- um mest allt sumarið vegna at- vinnu sinnar út á landi, Sigurður Marelsson gegndi ritarastörfum í fjarveru hans. Stjórnin hélt 20 bókaða fundi, auk nokkra óbók- aðra funda, vegna þátttöku í Ev- rópukeppni meistaraliða og fleiri mála. K.R.R. aðalfulltrúi: Einar Björnsson. Varafulltrúi: Friðjón. B. Friðjónsson. Mótanefnd: Árni Pétursson. Æfingar og þjálfun. Stjórnin var svo lánsöm að hafa reynda og góða þjálfara með hina ýmsu flokka. Með m., 1. og 2. fl. var Óli B. Jónsson, sem hættir nú þjálfun hjá Val eftir 3ja ára þjálfun. Óla B. eru færðar beztu þakkir fyrir heilladrjúga þjálfun hjá Val. 3. flokk þjálfaði Róbert Jónsson, en hann hefur mörg und- anfarin ár þjálfað hjá Val með glæsilegum árangri. 4. flokk þjálf- aði Lárus Loftsson, af miklum

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.