Valsblaðið - 24.12.1968, Side 13

Valsblaðið - 24.12.1968, Side 13
VALSBLAÐIÐ 11 Reykjavíkurmeislarar Vals 1968. Aftari röö frá vinstri: Jakob Benediktsson, Bjarni Jónsson, SigurSur Dagsson, Jón Ágústsson, Pétur Emilsson, Reynir Ólafsson, þjálfari, Ágúst ög- mundsson, Ólafur Jónsson, Jón Karlsson, Birgir Einarsson, Hermann Gunnarsson. Fremri röS frá vinstri: Bergur GuSnason, Gunnsleinn Skúlason, GuSmunur Frimannsson, mark• ma&ur, Einnbogi Kristjánsson, markmaSur, Jón B. Ölafsson, markma&ur, Þorsteinn Einars- son, markmaSur, Geirar&ur Geirar&sson, Stefán Bergsson. Aðalfundur handknattleiksdeildar Handknattleiksdeild Vals hélt að- alfund sinn 21. ágúst i Félagsheim- ilinu að Hlíðarenda. Fundarstjóri var Ægir Ferdinandsson og ritari Guðmundur Frímannsson. Stjóm siðasta kjörtímabils var þannig skipuð: Garðar Jóhannsson formaður, Guðmundur Ásmundsson varaformaður, Karl H. Sigurðsson gjaldkeri, Finnbogi Kristjánsson bréfritari, Guðbjörg Ámadóttir fmidarritari. Varastjórn: Guðmundur Ingi- mundarson, Sigurður Gunnarsson og Hermann Gunnarsson. Fundir voru haldnir hálfsmánað- arlega yfir vetrarmánuðina, en þeg- ar þörf krafði yfir sumarmónuðina. Fulltrúi Vals í Handknattleiks- ráði var Karl H. Sigurðsson, en til vara Bergur Guðnason og Guðbjörg Árnadóttir. Flokkar deildarinnar tóku þátt í þeim mótum, sem haldin vom, utan húss og innan, og auk þess í Hrað- keppnismóti IR í meistaraflokki, í október 1967. ÆFINGAR OG ÞJÁLFARAR Æfingar voru misjafnlega sóttar hjá flokkunum, mjög vel hjá yngri flokkunum, og hjá þeim eldri fyrri hluta keppnistímabilsins, en þá færðist deyfð í menn og æfingar voru illa sóttar. Þjálfarar á þessu timabili voru: Meistaraflokkur karla: Þórarinn Eyþórsson og Ragnar Jónsson. Annar flokkur karla: Stefán Sand- holt. Þriðji flokkur karla: Sigurður Dagsson. Fjórði flokkur karla: Stefán Bergs- son. Meistara og fyrsti flokkur kvenna: Þórarinn Eyþórsson. Annar flokkur kvenna: Sigrún Ingólfsdóttir. Byrjendur, telpur: Þórarinn Ey- þórsson. Þessu áhugasama fólki er þakkað ánægjulegt samstarf, og sú mikla vinna sem það hefir innt af hendi. MÓT OG LEIKIR Verður nú rakinn árangur hinna ýmsu flokka í mótunum: Meistaraflokkur karla: I Rej'kjavikurmótinu urðu þeir í öðm sæti, hlutu 10 stig, skoruðu 80 mörk gegn 66. I íslandsmótinu innanhúss urðu þeir fjórðu og hlutu 8 stig, skomðu 189 mörrk gegn 199. I íslandsmóti utanhúss urðu þeir þriðju í sínum flokki og hlutu 4 stig, skoruðu 64 mörk gegn 75. I Hraðkeppnismóti ÍR léku þeir einn leik við Hauka og töpuðu 2:10 og vom þar með úr leik. Fyrsti flokkur karla: f Reykjavíkurmótinu urðu þeir 2—3 og hlutu 5 stig, skoruðu 27 mörk gegn 20. I fslandsmótinu léku þeir í A-riðli og hlutu 4 stig, skoruðu 32 mörk gegn 34. Annar flokkur karla: f Reykjavíkurmótinu unnu þeir sinn riðil og hlutu 5 stig og léku siðan tif úrslita við ÍR og unnu með 8:2. I Islandsmótinu léku þeir í A-riðli og hlutu annað sæti með 8 stig, skor- uðu 64 mörk gegn 33. ÞriSji flokkur karla: I Reykjavíkurmótinu hlutu þeir 4 stig og skoruðu 33 mörk gegn 32. I Islandsmótinu hlutu þeir ekkert stig og skomðu 26 mörk gegn 36.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.