Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 16
14
VALSBLAÐIÐ
Jón Karlsson svífur um meÓ knöttinn í hendinni fyrir ofan höfuð og herðar
samherja og Þjóðverja.
Aðalfundur
badmintondeildar
Hin ársgamla Badmintondeild
Vals (stofnuð 1. sept. 1967) hélt að-
alfund sinn 10. sept. og flutti for-
maður deildarinnar, Páll Jörunds-
son, skýrslu stjórnarinnar, sem hafði
verið athafnasöm á þessu fyrsta ári
sínu. Stofnendur voru 63 talsins,
konur og karlar.
Fara hér á eftir kaflar úr skýrsl-
unni:
Siðastliðinn vetur hafði deildin til
umráða 14 tíma i íþróttahúsi félags-
ins, og sóttu æfingar á vegum henn-
ar um 180 manns. Var mikil aðsókn
og eftirspurn eftir timum, þrátt fyr-
ir að þeir væru á mjög óhentugum
tíma dagsins.
Væri vert að minnast þess að bad-
mintondeildin er eina deildin í Val
sem ekki fær styrk eða fjárveitingu í
neinni mynd frá aðalstjórninni eða
öðrum.
Deildin sendi þátttakendur í öll
mótin, sem haldin voru síðastliðinn
vetur, og er sérstök ánægja að minn-
ast áhuga ungu mannanna og ung-
linganna í því sambandi.
formaður, Sigurður Gunnarsson
varaformaður, Guðmundur Frí-
mannsson gjaldkeri, Karl H. Sig-
urðsson ritari og Guðmundur Ás-
mundsson meðstjórnandi.
I varastjórn voru kjörnir: Finn-
bogi Kristjánsson, Hrafnhildur Ing-
ólfsdóttir og Stefán Gunnarsson.
Garðar Jóhannsson, sem verið
hefir formaður deildarinnar undan-
farin ár, baðst eindregið undan end-
urkosningu. Voru honum þökkuð
góð störf fyrir deildina.
Þá má geta þess, að ákveðnir hafa
verið skemmtifundir i vetur, alls 6,
til þess að þjappa saman félags-
mönnum sem fastast. Þess má einn-
ig geta, að deildin hefir 18 tíma í
viku fyrir félaga sína í Iþróttahúsi
Vals og 2 tíma í viku í íþróttahöll-
inni í Laugardal.
Mikill áhugi var meðal félags-
manna á fundinum, og ákveðinn
vilji að halda uppi merki félagsins
og handknattleiksins á komandi
starfstímabili.
Fyrirliðar hinna fjögra sigrandi flokka Vals í Reykjavíkurmótinu 1968, frá vinstri: Bergur
Guðnason. fyrirliði meistarafl. karla, Sigrún Ingólfsdóttir, fyrirliði meistarafl. kvenna, og
Ólöf Kristjánsdóttir, fyrirliði fyrsta flokks kvenna. Aftan við Sigrúnu er Guðbjörg Árna-
dótlir, fyrirliði Islandsmeistara Vals í kvennaflokki 1968.