Valsblaðið - 24.12.1968, Side 23

Valsblaðið - 24.12.1968, Side 23
V ALSBLAÐIÐ 21 EINN af höfuðskörungum Vals frá fyrri tíma var eitt sinn að því spurður, hvort hann teldi íþróttir og félagsstörf æskilega tómstundaiðju. Hann svaraði því á þessa leið: „Ég tel íþróttir mjög æskilega tóm- stundaiðju fólks á öllum aldri og ekki sízt á æskuárum. Skynsamleg íþrótta- iðkun er hverjum manni heilsubót, hún eykur velliðan og styrkir, eins og kunn- ugt er, hjarta, lungu og vöðva, og eykur þannig hreysti og þol manna, mýkt í hreyfingum og snarræði. Iþróttaiðkunum fylgir oft einnig áliugi á útivist og hollu lofti og lieilbrigðu líferni. Þessar íþrótta- iðkanir eru þeim mun mikilvægari þjóð- inni, sem fleiri vinna starf, sem ekki er líkamlegt erfiði, hafa innisetur og hreyfa sig Htið. Ennfremur því meir, sem verð- ur af óhollu skemmtanalífi, sælgætisáti, vindlingareykingum og áfengisnotkun. Ég vil ennfremur benda á, að félags- starfið í íþróttafélögunum þroskar ein- staklinginn, þ. e. a. s. ef samvinna, sam- heldni og félagsandi er góður. Þeir eru án efa margir, sem minnast með þakk- læti verðmæta, sem þeir hafa öðlazt við störf í íþróttafélögunum, þroska sem þeir hefðu ef til vill ekki fengið á annan hátt. Samskipti manna í íþróttastarfinu, innan eigin félags og við menn úr öðrum félögum, eru með sérstökum hætti. Margir á mínum aldri munu kannast við, að þeir liafi í æsku eignazt vini, sem ekki gleymast og heldur ekki má gleyma. Auk þess verður eftir sjór af minningum og sem betur fer lifa þær skemmtileg- ustu lengur en hinar.“ Hér er í stuttu og hnitmiðuðu máli, skilgreind stefna og tilgangur íþrótta- hreyfingarinnar, svo betur verður ekki á kosið. Eftirtektarverð orð sögð, sem eiga erindi til allra þeirra mörgu, yngri og eldri, sem bundizt hafa trúnaði við íþróttastarfið. Hér er það sýnt, svo ekki verður um villzt, að íþróttahreyfingin er af tvennskonar toga spunnin: Annars- vegar íþróttaiðkunin og hinsvegar heil- brigt félagsstarf. Hvorttveggja þarf að haldast í hendur ef vel á að fara. Að öðrum kosti kiknar íþróttaæskan undir því fyrirheiti, að vera talin „hin bjarta von“ hverrar kynslóðar. Hún verður í þess stað vonarpeningur. Það eru ekki metin ein, afrekin eða sigrarnir á leikvanginum, sem allt veltur á. Þó góðir séu og vissulega nauðsynlegir. Með þeim er ekki nema hálfsögð sagan. Gott félagslíf, samvinna og félagsandi, byggður á einlægni sannrar vináttu og þeim dyggðum sem heita: reglusemi, fórnfýsi og trúmennska við sjálfa sig og heildina, er hinn þátturinn. Þar fara saman andlegur þroski og líkamleg þjálf- un. Um félaga slíkra samtaka eiga við orðin: „Sjá, þarna eru menn, sem engin svik verða fundin í“. EB „Við viljum koma til móts við leikmennina“ segir hinn áhugasami Sigurður Gunnarsson Það verður ekki annað sagt en að Valsmenn liafi oftast átt og eigi góða forystumenn fyrir hinum ýmsu deildum sínum, nefndum og annars staðar, þar sem félagið lætur til sín taka. Handknattleikurinn er þar engin undantekning, þar hefir oft verið vel unnið. Ekki held ég að það kasti rýrð neinn þótt ég í þetta sinn nefni sérstaklega þá Jón Kristjáns- son og Þórarinn Eyþórsson sem dug- andi forystumenn, sem stöðugt eru leitandi að því sem mætti verða Val til framgangs, og fara þá stundum nýjar og ótroðnar slóðir. Þeir era stöðugt hvetjandi og eggj- andi til átaka fyrir Val í von um betri árangur bæði í handknattleik og eins félagslega. Vafalaust hrífa þessir menn með sér til starfa unga menn, og víst er að við og við koma menn fram sem fyllast eldmóði og áhuga á þessum málum, má þar til nefna ungan og geðþekkan mann, Sigurð Gunnars- son, sem með mikilli elju hefir unnið að ýmsum athugunum á getu leik- manna i flokkum Vals, ásamt þjálf- un og mörgu öðru. Og þegar við spyrjum Sigurð um ástæðuna fyrir þessum athugunum, segir hanu meðal annars: Eiginlega erum við að koma til móts við leik- mennina, hlusta á skoðanir þeirra, hvað gera skuli, samkvæmt bréfum frá þeim og getið hefir verið, og svo ennfremur með því að kynnast þeim i sjálfum leiknum, þar sem köld stað- reyndin hlasir við, um þá sjálfa i leik, og hér má bæta við þrekpróf- unum. Það sem ég þó sérstaklega fæst við eru athuganir á leikjum ein- staklinganna, og það virðist sem þar fáist ýmsar upplýsingar sem ættu Sigurður Gunnarsson, einn hinna ungu og efnilegu pifta, sem taka viS, og horfa fram á veginn. að koma þeirn sjálfum, liðinu og handknattleiknum að góðu haldi. Þetta er líka nokkurskonar vinnu- hagræðing, ef svo mætti segja, þar sem nýting á timum ætti að verða betri, því hús og kennsla er oi'ðið dýrt. Þessar athuganir urðu margskon- ar, ýmist fyrir einstaklingana og eins sameiginlegar aðgerðir, eins og til dæmis skyndiáhlaup, fjöldi skota á mark, og má í því sambandi geta þess, að í siðasta Reykjavíkurmóti gerðu leikmenn í meistaraflokki karla 194 tilraunir til markskota og skoruðu 88 mörk, og i meistaraflokki kvenna voru 46 markskot reynd, en skoruð 26 mörk. Ýmsar villur liðs- ins í heild og hjá einstaklingum eru teknar til athugunar. Þessar athuganir okkar, eiga eftir að mótast betur, og við vonura að hægt verði að láta þær ná til allra flokka okkar sem í keppni eru og geta þannig fylgzt með þeim frá ári til árs. Ég vona fastlega að allir Vals- menn notfæri sér þessar athuganir og upplýsingar, þegar þær hafa ver- ið dregnar saman í heild eftir viss timabil. Ég vil svo að lokum skjóta því hér inn, að þessar hugmyndir eru runn- ar undan rifjum Jóns Kristjánssonar og Þórarins.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.