Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 30

Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 30
28 VALSBLAÐIÐ Andreas gáir, Andreas sér, Andreas spýtur snikkar. Andreas þar og Andreas hér, Andreas hvergi „klikkar“! um fyrir Val, og þá sérstaklega í sambandi við íþróttahúsið, og hefir verið þar margra manna maki um margra ára skeið. Fyrsta stórafrek hans fyrir félagið voru afskipti hans af byggingu Skíðaskála Vals, en þar hafði hann forystu um framkvæmd- ir allar, og átti drjúgan þátt í fjár- öflun til byggingarinnar. 1 tilefni af þessum tímamótum i ævi Andreasar spjölluðum við svo- litið við afmælisbarnið, og spurðum hann nokkurra spurninga. Hvert finnst þér stefna í íslenzk- um íþróttamálum? Satt að segja er ég svolítið svart- sýnn, mér finnst svo víða heyrast, að hinir svokölluðu áhugamenn um íþróttir séu í vaxandi mæli mjög áhugasamir um að fá handtök sin greidd i peningum. Vel má þó vera, að þetta breytist með breyttum þjóð- lífsviðhorfum, eins og ef til vill er nú framundan hér. Þá kemur vafa- laust aftur hinn gamli áhugi fyrir félags- og íþróttamálum okkar, og þá nálgumst við aftur upphafið. Ég held þó, að innst inni sé áhugi meðal fjöldans fyrir þessum málum, og mér finnst það skemmtilegt veð- urmerki, að skólarnir, kennarar, skólayfirvöld og fræðsluráð eru yfir- leitt vinsamlegar hugsandi til þess- ara mála en þeir voru á timahili. Ég vil líka líta svo á, að fimleika- kennarar geta helzt ekki verið öðru- visi en áhugamenn. Spurningin er líka hvort íþrótta- kennslan þyrfti ekki að beita áhrif- um sinum meira til menntunar iþróttakennara, hvort hér sé aðeins um að ræða nauðsyn, og hvort þetta ber ekki keim af látbragðsleik. Ég er sannfærður um það, að pilt- ar þurfa fljótlega að fá vissa líkams- þjálfun, sem herðir líkamann, og gef- ur þeim vissa grunnþjálfun fyrir þau átök sem þeirra bíða hvort sem það er við störf eða á leikvanginum. Finnst þér að fimleikakennarar ættu að vera forystumenn um íþrótta- og félagsmál félaganna? Það væri mikill styrkur fyrir fé- lögin ef leikfimi- og íþróttakennar- ar hefðu haldgóða þekkingu á félags- málum, kynnu að standa að upp- byggingu i félagslegum efnum ekki siður en í þeim íþróttalegu. Mér finnst líka að þeir ættu að hafa það í sér, sem einn þátt í því að gera þetta að lifsstarfi, og flestir hafa eitthvað gengið í gegn um fé- lagsstarf. Það væri ákaflega æskilegt að þeir, sem t. d. þjálfa menn sem taka þátt i flokkaleikjum, kynnu á því lagið að gera það að hræðrafé- lagi, því þeirra er mesta sigurvonin. Hvað finnst þér að meistaraflokki Vals í knattspyrnu i sumar? Ég held að flokkinn vanti þetta bræðralag, sem ég nefndi áðan, að standa þétt saman bæði um undir- biininginn undir leikina og eins þeg- ar á hólminn er komið. Ef þeim tæk- ist það ætti liðið að geta náð mjög langt. 1 sambandi við þetta og í fram- haldi af því mætti benda á árang- urinn í kvennaflokknum. Þar er ríkj- andi mjög góður félagsandi og sam- vinna, og þar er um að ræða reglu- legt systrafélag. Rás viðburðanna hefir hjálpað þar til, þegar Þórarinn Eyþórsson kom til skjalanna, og lyfti flokknum upp úr hálfgerðu umkomuleysi í þann sess sem hann skipar nú. Hverju vilt þú spá um framtíð Vals? Auðvitað hlýtur maður, sem um langan tíma hefir starfað að þessum málum, að líta björtum augum á framtiðina. Maður má ekki hrella sjálfan sig, og maður hefir ekki til mikils 'lifað og starfað í þessu, ef ein- hver hefir ekki haft gagn af því. I því sambandi má benda á þá að- stöðu sem félagsmenn hafa, og verð- ur að telja eina þá beztu sem eitt félag hefir búið félögum sínum, og ætti það að geta verið í fararbroddi. Þegar við eldri hættum, ert þú bjartsýnn með þá sem við taka? Öll sagan byggist á framþróun og fullkomnun. Maður kemur í manns stað, stundum betri og stundum lak- ari. Sú aðstaða, sem félagarnir eiga nú við að búa og félagið hefir á valdi sínu, ætti að gefa áhugamönnum freistandi tækifæri til að láta að sér kveða, og geri þeim störfin léttari en á meðan ekkert slíkt var fyrir hendi. Að lokum vildi ég svo segja, að ég minnist margra góðra og skemmti- legra stunda úr þessu starfi með góð- um félögum og samherjum. Ég þakka svo mörgum góða per- sónulega vináttu og velvilja á starfs- ferli minum, innan Vals, sagði þessi aldraði unglingur að lokum. Hér verða Andreasi svo að lok- um þökkuð margþætt störf fyrir Val og árnað heilla með afmælið, um leið og við vonum að hafa hann sem lengst meðal okkar í blíðu og striðu. Andreas Bergmann er kvæntur Guðmundu Guðmundsdóttur, hinni mætustu konu. Börn þeirra fjögur eru öll fyrir löngu flogin úr „hreiðr- inu“. F. H. V j K________
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.