Valsblaðið - 24.12.1968, Page 32

Valsblaðið - 24.12.1968, Page 32
30 VALSBLAÐIÐ EINAR BJÖRNSSON SEXTUGUR Á þessu ári eða nánar til tekið 21. maí átti Einar Björnsson sextugsaf- mæli, en hann fæddist hér í Reykja- vík 1908, fyrir „austan læk“ góðu heilli, eins og hann segir sjálfur á öðrum stað í blaðinu. Á næsta ári eru liðin 40 ár síðan fundum Vals og Einars bar saman í fyrsta sinni. Hann kom að austan og norðan, fullur eldmóði æsku- mannsins og mikill aðdáandi knatt- sp}rraunnar og félagsmálamaður í bezta lagi. Það munaði ekki miklu að hann hefði „villzt af leið“, en góðu heilli fyrir Val gerðist hann Valsmaður og hefir veríð trúr félagi sínu æ síðan. Mér, sem þessar linur rita, er Ein- ar alltaf minnistæður, ekki sízt fyrir það, að þegar ég sá hann koma fyrst í markið 1929, var hann með stór og mikil gleraugu, og hafði ég aldrei VÁnar Björnsson. sem var þrjá daga í KR, félagsmálamaÖurinn, og kemur þar víÖa viS. séð slíkt fyrr. Þótti mér maðurinn „kaldur“ að hætta á slikt í hörðum knattspyrnuleik, en hann lék með KA frá Akureyri, sem hann tveimur árum áður hafði verið með í að stofna. Þetta voru fyrstu kynni okk- ar Einars, en síðan hafa leiðir okkar legið mjög saman, og það vildi svo til, að háðir gengum við í Val sama árið og háðir komum við utan af landsbyggðinni. Þegar Einar gekk í Val, mun hann ekki hafa sérstaklega gert ráð fyrir að verða einn af snillingum lands- ins í marki, þó hann væri vel lið- tækur í félagi sínu á Akureyri, og meðal þátttakenda þaðan á Islands- mót. Einar æfði að vísu knattspymu með Val um nokkurt skeið, og þá alltaf í marki. Hann var meðal kepp- enda í fyrsta flokki 1930, þar sem liðið varð Islandsmeistari, en því hefir verið minna á loft haldið, en sigrinum í meistaraflokknum. Auk þess hljóp hann við og við í skarð- ið í meistaraflokki, og þá alltaf í markið. Það, sem fyrst og fremst réði því að Einar gekk í félag hér, var með- fædd þrá til að taka þátt í félagslífi og þá ekki sízt í íþrótt, sem honum var hjartfólgin. Það kom líka fljótt í ljós, því ekki hafði hann lengi verið í Val þegar hann var kjörinn í stjórn félagsins, og sat þar um nokkurra ára skeið, hvíldi sig svo um tíma á stjómar- störfum og kom aftur ferskur og út- hvíldur til starfa 1955, og hefir ver- ið þar siðan, og er nú langelzti mað- ur í stjórn félagsins, og aldrei harð- ari og virkari en nú. Árin hafa ekki hrinið á Einari þótt hann hafi þeg- ar sex tugi að baki. Eljan og athafnir fyrir velgengni Vals, í einu og öllu, er hans alfa og omega. Kemur þar til hin marg- þætta reynsla hans í félagsmálum, ákveðnar skoðanir á þeim málum, sem hann fylgir, og svo ekki sízt skeleggur málflutningur á mann- fundum. Er hreinasta unun að

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.