Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 36

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 36
34 VALSBLAÐIÐ Margir jxítllakenrla úr Islandsmótinu 1929 að Lögbergi á Þingvöllum, en þangaÖ var kepp- endum boÖiÖ af mólanejnd. um þótti leiðinlegt að standa þar, og mér var þá nokkuð sama, ég var þá að minnsta kosti með, sem sagt ég var alltaf í varnarstöðu. Þetta voru hörkuleikir, báðir tveir, þar sem barizt var af fullum ákafa og dró enginn af sér, og lauk báðum leikjunum með jafntefli. Var ekki laust við, að við fynd- um svolítið til okkar á eftir. Og auð- vitað hafði ég getið mér „mikla frægð“ j markinu. Áhorfendur skemmtu sér konunglega að horfa á strákana eiga við þá fullorðnu og reyndu, þar sem „menn morgun- dagsins“ gáfu ekki hársbreidd eftir. Þetta voru skemmlilegir dagar, og marga góða félaga eignaðist ég þar, og dvölin þarna kynti mjög undir áhuga minn á knattspyrnu og fé- lagsmálum yfirleitt. Tók þátt í áS stofna Knatt- spyrnufélag Akureyrar. Það lítur út fyrir að knattspyrn- an í skólanum á Akureyri hafi ekki verið mér nóg, því ég tók þátt i þvi að ræða um stofnun knattspyrnufé- lags þarna á Akureyri, veturinn 1927—1928. Akafi var mikill í þess- um ungu mönnum, sem ekki létu sitja við orðin tóm. Rétt eftir ára- mótin, eða nánar til tekið 8. janúar, lögðu tólf ungir menn leið sína inn á heimili Axels Schiöth bakarameist- ara, til þess að fylgja eftir umræð- unum um félagsstofnun. Er ekki að orðlengja það, að þarna voru lögð fram frumdrög að lögum fyrir þetta nýja félag, sem var gefið nafnið Knattspyrnufélag Akureyrar. Stjórn var kosin og var hún þannig skip- uð: Tómas Steingrímsson formaður, Jón Sigurgeirsson ritari og Helgi Schiöth gjaldkeri, sonur Axels bak- arameistara. Aðrir stofnendur voru: Alfreð Lilliendahl, Arngrimur Árna- son, Eðvarð Sigurgeirsson, Georg Pálsson, Gunnar H. Kristjánsson, Jónas G. Jónsson, Karl L. Benedikts- son, Kristján Kristjánsson og ég, flestir nemendur í Gagnfræðaskól- anum. Var þetta hátíðleg stund, sem við áttum á hinu glæsilega heimili þeirra Schiöth-hjónanna. IslandsmótiS 1929. Þegar á næsta sumri var komið mikið líf í félagið, og mun það hafa keppt 10 leiki við ýmis félög og skips- hafnir herskipa og unnið þá alla, en tapað fyrir Viking úr Reykjavík, sem kom i heimsókn, svo þetta má kalla góða byrjun hjá félaginu. Því miður gat ég ekki verið með í þess- um leikjum og ferðum, þar sem ég var þá heima á Seyðisfirði. Eftir stofnun KA tók ég að æfa með félaginu þegar ég var norður þar, og tók þátt í félagslífinu á vetr- um. Það leyndi sér ekki að forystu- menn þessa unga félags voru sókn- djarfir og ekki haldnir neinni minni- máttarkennd, því að fljótt er farið að tala um það að taka þátt í íslands- móti, og þegar næsta ár er ákveðið að tilkynna þátttöku sína, og fara til Reykjavíkur og keppa við hina „stóru“ þar syðra. Var þetta í fyrsta sinni sem knattspyrnulið af Norður- landi tók þátt í því móti. Farið var með „Islandinu“, sem var eitt af skipum Sameinaða gufu- skipafélagsins. En það skip strandaði síðar við Færeyjar og „bar þar bein- in“. Flokkurinn átti að vera gestur félaganna i Reykjavík, en raunin varð sú, að við lentum að langmestu leyti hjá Vak það er að segja hjá Axel heitnum Gunnarssyni. Heimili hans stóð okkur opið alla daga, það var líka svo miðsvæðis i bænum eða i Hafnarstræti 8. Valsmenn vildu líka launa fyrir góðar móttökur á Akureyri þegar þeir voru þar i fyrsta sinn i keppn- isför 1927. Þetta varð til þess að við kynntumst Valsmönnum meira en leikmönnum annara félaga. Kepptum við þrjá leiki, og segir þannig frá þeim i afmælisblaði KA. sem út kom á 25 ára afmæli félags- ins: — „Reykvíkingar tóku okkur af hinni mestu alúð og sínum alkunna höfðingsskap og nutum gistivináttu þeiira ekki allfáa daga. En þegar á hólminn kom varð meðferðin öllu ómildari, og sannaðist hér hið forn- kveðna, að „enginn er annars bróðir í leik“. í fyrsta sinn lékum við á hörðum velli, og venst enginn þeim aðstæðum á 1—2 dögum. Fyrsti leik- urinn var við Víking og tapaði KA með 0:3. Annar leikurinn var við Val, og var jafntefli 0:0 og hefði því hvort félagið um sig átt að fá 1 stig. Úrskurður dómnefndar féll þó á þá lund, að félögin yrðu að keppa að nýju, vegna þess að of livasst hefði verið á meðan á leiknum stóð. Vorum við ekki meiri málafylgju- menn en svo, að við létum til leiðast og töpuðum í endurteknum leik við „Val“ með 0:4. Þar með var KA úr leik, þvi að mótareglurnar mæltu svo fyrir. —“ Hafvillur á heirnleiS. Ferðin heim var hugsuð þannig, að fara með bát í Borgaraes, en taka þar síðan kassabíl og fara á honum norður til Akureyrar. Var fenginn að láni hraðbátur, sem mig minnir að Kol & Salt hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.