Valsblaðið - 24.12.1968, Side 40
38
VALSBLAÐIÐ
hætti, en þegar aðeins var einn völl-
ur hér og eingöngu kalt steypibað,
og síðar gashitað hað, var um að
ræða, og ber að fagna þvi.
Glæsilegt íþróttahús hefir risið af
grunni hér á Hlíðarenda, til ómet-
anlegs gagns fyrir félagsmenn og
aðra þá sem stunda æfingar.
Þar eru ekki baðklefar sem nima
2—3 menn, með köldum steypiböð-
um, heldur stór baðherbergi, sem
rúmar tugi manna í einu með heit-
um og köldum steypiböðmn.
Myndarlegt félagsheimili er opið
til fundahalda og samveru félags-
manna, verkmikið athafnasvæði til
æfinga, bæði grasvellir og malar-
vellir, fyrir knattspymumenn og
handknattleiksfólkið. Allt er þetta
mikil og góð framför.
En hefir hin innri glóð, hinn sanni
fögnuður félagsmanna haldizt í
hendur við bættar ytri aðstæður?
Svari hver fyrir sig.
Þrettán ár í Knattspyrnu-
ráði Reykjavíkur.
1 Knattspyrnuráði Reykjavíkur
hefi ég setið í tvö tímabil, ef svo
mætti segja, eða á ánmum 1936—
1941, ef ég man rétt, og svo síðan
1961, eða samtals í þrettán ár. Þótt
KRR hafi oft verið umdeilt, eins og
gengur um þá sem láta að sér kveða,
er ráðið óumdeilanlega sú stofnun
innan íþróttahreyfingarinnar sem á
sér merkilegasta sögu, og gegnt for-
ystuhlutverki sínu með miklum á-
gætum, og orðið fyrirmynd annarra
ráða sem síðar voru stofnuð. Það var
Iþróttasamband Islands sem stofn-
aði KRR, og hét þá Rnattspyrnu-
nefnd Reykjavíkur. Gerðist það m.
a. í tilefni af komu fyrsta erlenda
knattspymuflokksisn, AB, sem hing-
að kom 1919, og eru því aðeins
nokkrir mánuðir þar til ráðið verður
50 ára.
Skömmu eftir stofnun Knatt-
spymunefndarinnar, lögðu nefndar-
menn til við ÍSf að starfssvið hennar
verði landið allt, og var þá nafni
hennar breytt til samræmis við það
og nefnt Knattspymuráð íslands.
Var þetta samþykkt og hélzt sú
skipan allt til ársins 1925, en þá
var starfssviðið einskorðað við
Reykjavik og nafninu breytt og þá
í Knattspymuráð Reykjavikur, og
hefir verið það síðan.
Með stofnun þessari er fyrsta til-
raunin gerð til þess að sameina viss
málefni undir einn hatt, og i þessu
tilviki knattspyrnuna, en þar var
fyrst og fremst fjallað um knatt-
spyrnumál Reykjavikur.
Starfsemi KRR hefir án efa haft
sín áhrif um land allt og verið viss
fyrirmynd samtaka um sérmál inn-
an héraðanna, viðsvegar um landið.
Því verður ekki neitað, að mikil
breyting var á anda og starfsháttum
KRR frá minu fyrra timabili, og þar
til nú. Allt miklu formfastara og
hefðbundnara en áður var.
Fyrra tímabilið einkenndist meira
af félagslegum sérhagsmunum, þar
sem hver reyndi að ota sínum tota,
og urðu þá oft hnippingar og orða-
skak um smámuni. Hafði þar jafn-
an sá bezt sem tungumýkstur var,
og ýtnastur málafylgjumaður. Nú er
það aftur á móti svo, að sú heilla-
vænlega þróun hefir orðið að mál-
efnin eru látin sitja i fyrirrúmi og
sameiginlegir hagsmunir félaganna,
sem við erum fulltrúar fyrir, eru
látnir ráða. Annars rennur starfið
nú orðið í föstum farvegi og mótuð-
um af reynslu nær hálfrar aldar.
..Með hóflegu orðalagi“.
Rétt er það, ég hefi fengist nokk-
uð við að skrifa um knattspyrnu, og
munu tæp 40 ár síðan fyrsta ritsmíð
mín kom í blaði, en fyrir alvöru tók
ég til við þetta 1943. Mest hefir hér
verið um að ræða frásögn um gang
leikja, og þá með hóflegu orðalagi.
Frásögnin hlýtur að byggjast á því
sem skeður, „hvernig sem stríðið þá
og þá er blandið“. Óskhyggjan ræður
þar engu um.
Ég hefi lítt átt í prentpexi, en
flest verið slétt og fellt.
Mér varð það fljótt ljóst, að blöðin
voru tæki til að vekja athygli á
íþróttum. Það lék ekki á tveim tung-
um, að blaðaskrif og umræður um
þessi mál hafa gagnger áhrif á mót-
un almenningsálitsins. Skynsamleg
skríf um íþróttamál og hófleg gagn-
rýni hefir áhrif til góðs fyrír íþrótta-
hreyfinguna. Tvær línur um íþrótta-
atburð eru ekki liklegar til mikilla
áhrifa, en stór fyrirsögn og löng trú-
verðug frásögn, af því sem er að ger-
ast, hefir sín miklu og víðtæku áhrif.
I þessu sambandi má geta þess,
segir Einar, að ég hefi verið viðrið-
inn Vals-blaðið frá því það hóf göngu
sína 1939 og síðan er það fór aftur
að koma út 1957. Mér hefir þótt
gaman að vinna þar með áhugasöm-
um samherjum og finna hjá félög-
unum almenna viðurkenningu, vel-
vilja og skilning á þessari viðleitni
okkar. Fyrir okkur, sem að þessu
vinnum, hefir lika vakað, með starfi
þessu, að það gæti verið einn þátt-
urinn í því, að treysta félagsheild-
imar betur en ella.
Og ekki aðeins það, blaðið bindur
á vissan hátt hina eldri, sem lagt
hafa skóna á hilluna, áfram við fé-
lagið, og gefur þeim tækifæri, á auð-
veldan hátt, að skyggnast inn í það,
sem er að gerast í félaginu, frá ári
til árs.
Mál er áS linni.
Þetta er nú orðið langt mál, segir
Einar, og er timi til kominn að slá
botninn í skrafið, sem hvorki er ris-
hærra, merkilegra né sker sig úr,
umfram fjölda aðra, sem á unga
aldri gengu íþróttahreyfingmmi á
hönd, sem litlir snáðar, með því til
dæmis að hlaupa á eftir knetti og
spyrna honum á imdan sér, þessum
dularfulla og seiðmagnaða hlut, með
mikla aðdráttaraflið, jafnt fyrir leik-
menn sem áhorfendur, og svo síðar
er árin færðust yfir, sem þátttak-
endur í félagsmálastarfinu. Maður
þekkir jrmsa, í þessu sambandi, sem
unmi og vinna enn á sviði félags-
mála íþróttanna, þó komnir séu á
efri ár. Ganga þar til starfa með eld
áhugans í æðum og af andans fjöri
og öðrum reynslunni ríkari. Slikir
eru salt hreyfingarinnar. Sannar og
raunhæfar fyrirmyndir hinna yngri.
Glæsileg fordæmi um þá sem ekki
bregðast æskuhugsjónum sínum. Hjá
þeim situr áhuginn, eljan og trúin
á góðan málstað í fyrirrúmi. Látum
þetta vera lokaorðin.
Bíddu aðeins við, ég held að ég sé
ekki búinn að kreista það sem hægt
væri út úr „fyrirsátanum“. Þú hefir
tekið þátt í fleiri félagssamtökum en
íþróttafélagsskapnum, m. a. bindind-
ishreyfingunni. Látum okkur ljúka
þessu spjalli með nokkurri frásögn
um það.
Já, það er rétt, svaraði Einar, ég
hefi verið með í samtökum bindind-
ismanna, um árabil. Þú getur þess
allrækilega í upphafi þessa viðtals.