Valsblaðið - 24.12.1968, Side 50

Valsblaðið - 24.12.1968, Side 50
48 VALSBLAÐIÐ GÓÐUR GESTUR Hefir nokkurt reiÖhjól á Islandi oröiö svona frœgt, aÖ fá sjálfan Eusehio sem knapa? Eigandinn, sem töltir á eftir, unir þessu sýnilega vel! leiktímann, myndi víst engan hafa órað fyrir. Úrslitin vöktu og mikla athygli víða um heim. Benfica- mönnum var sagt það við komuna, svo sem áður getur, að Valur hefði ekki beðið ósigur á heimavelli í slíkum kappraunum, enn sem kom- ið væri, þá brostu þeir og kváðust mundu leggja á það áherzlu, að slíku yrði ekki til að dreyfa eftir leikinn. En það tókst ekki, enn er Valur ósigraður í Evrópukeppni á heimavelli. Nú án þess að mark væri skorað. Ekki verður svo skilizt við heim- sókn þessa eða frásögn um hana, að ekki sé þess getið, hversu veður- guðirnir léku við Val að þessu sinni. Allan þann tíma, sem for- sala aðgöngumiða stóð yfir var hver dagurinn öðrum betri, sumar- blíða dag hvern, og sjálfan leik- daginn var sama dásamlega veðr- ið. Hversu sem undirbúningur er góður má segja, að flest sé fyrir gíg unnið i sambandi við slíka leiki sem þessa, ef veðrið bregzt. Þá skal þess getið að iokum, að allur undirbúningur og skipulag að móttökum þess heimsfræga liðs, var í höndum yngri félaga Vals. Hinir eldri og „reyndu“ félagar komu þar lítt sem ekkert við sögu, að undanskildum einum. Vallar- stjóri Baldur Jónsson og starfs- fólk hans á Laugardalsveili á einn- ig sérstakar þakkir skyldar af Vals hálfu fyrir framúrskarandi gott samstarf og margþætta fyrir- greiðslu hér að lútandi. EB Um nokkurt árabil hefur nafnið Eusebio verið nokkurskonar goða- heiti í knattspyrnuheiminum. Fjöl- miðlunartæki um víða veröld hafa keppzt um að bera á hann lof. Það verður því ekki annað sagt en að góðan gest hafi borið að garði, þegar hann kom til íslands til að keppa með Benfica 18 sept. s.l. Allir hlökkuðu til að sjá lið þetta, sem svo mikla frægð hefur getið sér, en þó munu menn fyrst og fremst hafa hlakkað til að fá að sjá Eusebio í leik. Það mun ekki ofsagt að hann sé frægasti knatt- spyrnumaður, sem hingað hefur komið og leikið. Koma hans og Benfica verður því að teljast stærsta ævintýrið í knattspyrnu á landi hér. Þessi geðþekki maður frá Mos- ambique í Vestur-Afríku hefur alla kosti sem einn knattspyrnu- mann má prýða: Leikni, staðsetn- ingar, samleiksskynjun, skothörku, þjálfun og prúðmennsku. Hannbyrjaði að keppa með Ben- fica 1961, og hefur síðan verið að feta sig uppá frægðartindinn og stendur nú þar, ímynd þess full- komnasfca sem um getur í fari spyrnumanns. 1 þessu sambandi má geta þess, að öll framkoma hans utan vallar speglar einnig hinn sanna íþrótta- mann. Komu hans verður því lengi minnzt hér á landi sem stórvið- burðar. Valsmenn! Ef J)ið fcurfið að minnast látins ættingja eða vinar, j)á munið MinningarsjóÖ Krisljáns Helga- sonar. -K Minningarspjöldin eru Bókabúð Braga. sejd í

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.