Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 53
VALSBLAÐIÐ
51
Dómara-„tríóiö“ og fyrirliðar liSanna, Hermann til vinstri og Coluna til hægri.
unnt og sagði þeim Alfredo og
veitingahússeigandanum hvað mér
fyndist um matinn á hótelinu. Þá
sögðu þeir mér, að þetta væri að
mestu leyti sami maturinn, nema
að þeir væru ekki með neinar olíur
í matnum, eins og flest hótelin eru
með. Að þessari dýrindisveizlu
lokinni lögðum við af stað á völl-
inn. Á leiðinni spurði ég Alfredo,
hvað hann myndi vilja segja um
Valsliðið.
— Það kom mér mikið á óvart,
þegar ég sá það í Reykjavík. Ég
bjóst satt að segja við stórsigri
Benfica. Ég myndi segja, að
nokkrir einstaklingar í liðinu gætu
náð langt, aðeins ef þeir fengju
rétta leiðsögn við réttar aðstæður.
— En hvað um Benfica?
— Þeir voru mjög góðir í fyrra
og þar áður, en ég verð að viður-
kenna, að þeim hefur farið aftur.
Liðið er orðið of þungt og þörf er
fyrir breytingar. Ég held að liðið,
eins og það er í dag, verði búið
eftir um það bil 2 ár.
Nú vorum við komnir á leiðar-
enda, klukkuna vantaði ennþá 15
mín. í 9. Fólk var farið að streyma
að vellinum og ímynda ég mér að
þá þegar hafi u. þ. b. 20.000 manns
verið komnir. I Portúgal er það
til siðs meðal íþróttafréttaritana
að koma saman og ræða málin yfir
bjórglasi í svo sem 20 mín. fyrir
hvern leik. Svo var einnig núna
og fékk ég margar spurningar yfir
mig um mitt álit á liðunum og um
knattspyrnu á íslandi. Þegar ég
sagði þeim að Valsliðið væri 100 °/o
áhugamannalið, þá trúðu þeir mér
ekki og spurðu, hvort þeir fengju
ekki borgað á „bak við tjöldin". Þá
svaraði ég því að sjálfsögðu neit-
andi en sagði, að þeir þyrftu meira
að segja að útvega sér sjálfir og
borga æfingafötin sín. Og einnig
•að bursta skóna sína sjálfir. Ekki
held ég að þeir hafi trúað mér, að
minnsta kosti litu þeir ekki út fyr-
ir það.
Nú átti leikurinn að fara að
hefjast, og því fórum við á stað
þann, er okkur hafði verið ætlaður.
Á vellinum voru 48.000 manns
og virtist það ekki vera mikill
fjöldi á þessum velli. Þótt myrkur
hefði verið fyrir utan völlinn, þá
var eins og hábjartur dagur inni á
honum. Á áhorfendastæðunum
voru margir sölumenn, sem seldu
gos, hatta, veifur, íspinna og
fleira. Það, sem vakti athygli mína,
var að allt voru þetta fullorðnir
menn, og sýnir það bezt, hversu
fátækt er þarna mikil.
Um gang leiksins ætla ég ekki
að skrifa nú, það hefur verið
gert á öðrum stöðum á sínum tíma.
Ég vil aðeins um hann segja þetta
núna, Valsliðið sýndi mjög góðan
leik frá upphafi til enda, og var
Val og íslandi til sóma allan þann
tíma, er leikurinn stóð. Það var
sarna, hversu mörg mörk Benfica
skoraði alltaf héldu okkar menn
áfram, leikgleðin og ánægjan var
•alltaf sú sama. Reyna að skora
mörk og sýna góðan leik, þetta var
það, sem Vals-liðið gerði allan tím-
ann.
Það verður mér ávallt minni-
stætt, sem einn hinna portú-
gölsku blaðamanna sagði við mig
•að loknum leik um leið og hann
fór: „Þessir menn eru ekki áhuga-
menn“.
Þegar leikurinn var búinn fór ég
niður í búningsklefa Valsmanna
og þakkaði þeim fyrir ánægjuleg-
an leik. Þar voru allir hinir ánægð-
ustu, enginn að kvarta og kveina
yfir tapinu. Allir voru sannfærðir
um að þeir hefðu gert sem þeir
gátu og það var þeim fyrir mestu.
Þetta var þeim Portugölum, sem
þarna voru staddir, mikið undrun-
arefni, því það þekkist víst ekki
hjá þeim eða atvinnumönnum yfir-
leitt að þeir geti verið án kvartana
að töpuðum leik loknum. Því næst
fór ég í klefa Benfica mannanna.
Þar ríkti mikil ánægja, en stemmn-
ingin var samt allt önnur. Þar
voru 2 menn, sem aðeins sáu um
að klæða leikmennina úr skónum
og taka saman föt þeirra. Síðan
voru þar 3 nuddarar sem tóku
hvern leikmann í nudd.
Þegar ég svo loksins var kominn
út frá leikvellinum og ætlaði að
fara af stað heim, þá sá ég hvar
stór hópur fólks stóð fyrir utan
dyr þær, er leikmenn Benfica áttu
að fara út um. Ég fór til að sjá
hvað þarna færi fram. Um leið og
stjarnan Eusebio kom ásamt konu
sinni, þá fagnaði hópurinn honum
með hrópum og klöppum og fylgdi
honum að bifreið hans, sem er
gljáandi Mustang, sem kostar of-
fjár í Portúgal og ekki nema fyrir
ríkustu menn þar að aka á. Þetta
var einn af þeim mönnum, sem fá
borgað fyrir að leika knattspyrnu,
einn af þeim mönnum, sem borið
höfðu sigur úr bítum yfir þeim
piltum, sem vart eiga fyrir strætis-
vagni á æfingu heima á íslandi.
Baldvin Jónsson.