Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 58

Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 58
56 VALSBLAÐIÐ Úrvalslið Miian frá árunum eftir stríS og fram áS 1957, en þá lék liS þella góSgerSarleik. Albert er þar þriSfi frá hœgri, og þar næst Gunnar Green og Liedholm, báSir frá SvíþjóS. kunna fi’anska Stade-France. Ég hlakkaði mjög til þess að vera við- staddur leik þennan. Nú fékk Al- bert sitt fyrsta tækifæri til þess að lofa frönskum knattspyrnu- unnendum, að bera sig saman við bezta miðherja Frakklands, blökkumanninn Ben Barek. Fyrri hálfleikur. Þennan dag var mjög heitt í veðri. Að sjálfsögðu háði það Al- bert mjög. Jæja, leikurinn hófst. Mér virtist að leikið væri uppá líf og dauða. Hraðinn og liarkan í leiknum var eftir því, enda er þetta einn leikjanna í Bikarkeppninni frönsku. Fyrri hálfleik lauk með sigri Stade- France 2 gegn 0. Bæði mörk skor- aði hinn snjalli blökkumaður mjög glæsilega. Um frammistöðu Al- berts í þessum hálfleik, skal það sagt frá mínum bæjardyrum séð var hún góð þótt ekki gæti hann skorað mark. Ég var sannast mála orðinn hálfhræddur um að Ben Barek myndi fara með sigur af hólmi í þessu einvígi við Albert. Leikni Alberts. Seinni hálfleikur var leikur Al- berts í þess orðs fyllstu merkingu. 1 honum skoraði Albert 3 mörk, en eitt þeirra var þó dæmt ógilt vegna rangstöðu. Þessi mörk skoraði Al- bert eftir að hafa leikið dásam- lega vel á hinn kunna danska knattspyrnusnilling Arne Sören- sen. Það virtist ekki vera nokkur vafi á því að Albert og blökku- maðurinn væru þess vel vitandi, að þessi leikur skæri úr því hvor þeirra myndi hreppa titilinn bezti knattspyrnumaður Frakklands. — Gerðist blökkumaðurinn svo heit- ur í leiknum, að í lok hans gekk hann til Alberts og bauð honum að slást við sig. Albert vildi að sjálf- sögðu ekki fara út í slíkt, hélt hann höndunum niður, og bauð þeim dökka að slá, ef honum sýnd- ist svo. Var nú gengið á milli þeirra og komið í veg fyrir frekari aðgerðir. — Þessum leik lauk með sigri Nancy 3:2. Hér þekkja allir Islendinginn Guðmundsson, enda kveða hrópin alltaf við: Áfram Island. — Já, það er hrífandi að heyra þúsundir manna kalla: Áfram ísland! Að leikslokum komu hundruð manna til að hylla Albert og þakka honum fyrir leik hans. I þessum hóp voru 15 Islendingar, sem horft höfðu á leikinn. Þökkuðu þeir Albert þann mikla sóma, sem hann hefði sýnt þjóð sinni. Frönsk blöð skrifuðu um leik- inn og sögðu að Albert hefði unnið leikinp fyrir Nancy, og sigrað blökkumanninn. Frönsk blöð skrifa um Albert, og blaðamenn koma oft í heimsókn til hans. Landkynningarstarfsemi okkar fær góðan byr í seglin hér í Frakk- landi með frammistöðu Alberts. — Fátt mun vera betra í þeim efnum, en vinsamleg skrif blaða um Al- bert, og ekki síður þegar hann mætir til leiks er þúsundir manna hrópa af áhorfendapöllunum: Áfram Island! Áfram Guðmunds- son! — Nokkru síðar þetta sama ár skrifar „France-Football“ um einn leik er Albert lék með Nancy á heimavelli: / Nancy horfðu 21 leikmaður og 19.000 áhorfendur á „fslenzku perluna leika knattspyrnu. .... „Maður dagsins“ var tví- mælalaust Islendingurinn Albert Guðmundsson. Tuttugu og einn leikmaður, samherjar og mótherj- ar, og um það bil nítján þúsund áhorfendur, dómarinn og línu- verðir, gátu ekki haft augun af honum. Guðmundsson sjálfur, ró- legur, lét sem ekkert væri og lék sinn leik. Liðugur, leikinn, lék hann á mótherjana og skaut, en gaf ekkert eftir, ef í harðbakkann sló. Frá stöðu sinni sem innherji lék Guðmundsson ýmist, sem varn- ar- eða sóknarmaður. Hann er sannarlega skipuleggjari hinna mörgu sigra Nancy-borgar. Hinir miklu hæfileikar þessa leikmanns eru að mínu áliti gáfur hans fram yfir aðra leikmenn. Þegar hann mætir öðrum leik- mönnum, er hann alltaf jafnróleg- ur, jafnvel þó að þrír mótherjar reyni að gæta hans. Nei, Guð- mundsson leikur svo sannarlega með heilanum. Meðan hann er að leika á andstæðinga sína, liefur hann augun opin fyrir tækifærum, sem við það skapast, og þegar hann framkvæmir lokasendingar sínar kemur í Ijós, hve vel allt hef- ur verið hugsað og skipulagt. Með komu Guðmundsson til Nancy hefur framkvæmdastjórn félagsins ekki aðeins fengið skipu- leggjara sigra þeirra, heldur hafa þeir fært Nancy-búum „átrúnað- argoð“ og frönsku knattspyrnunni „hvítu perluna“ sem er uppáhalds-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.