Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 65

Valsblaðið - 24.12.1968, Síða 65
VALSBLAÐIÐ 63 Helgi Benediktsson. Jón Gíslason. Helgi Benediklsson 15 ára., Islands- og Valsmeistari í badminton. Ég var víst kornungur þegar ég byrjaði að leika mér að knetti, og mér hefir alltaf þótt það gaman. Ég hefi víst alltaf haldið með Val, en ég held að ég hafi gengið í félagið þegar ég var 10 ára. Þá lenti ég í fimmta flokki, c-lið- inu, og fór að keppa fljótlega, og fyrsta leikinn, sem ég lék í móti, unnum við 1:0 og var það skemmti- legt, ég held að það hafi verið KR. Svo hefi ég fylgzt með þessu upp- eftir, næst í fjórða flokki B, og það- an í fjórða flokki A, og síðan í þriðja flokki B og nú í sumar lék ég ýmist í þriðja flokki A eða B, og vona að komast fastur í A-flokk næsta sum- ar. Hvenær byrjaðir þú svo að leika hadminton? Það var nú ef til vill tilviljun, við vorum nokkrir strákar í „bófahasar“ suður í Öskjuhlið, og þegar hægðist rnn „hasarinn“ datt okkur í hug að fara í íþróttahúsið hjá Val, en þar var þá hadmintonæfing hjá TBR. Ég byrjaði þegar, og þótti gaman, ekki síður en i „bófahasarnum“, og þann- ig byrjaði þetta. Svo komu fleiri Vals-strákar, og síðan hófust fastar æfingar hjá okkur, með TBR. Svo fór ég fljótlega að keppa, tók til dæmis þátt í tveimur jólamótum og vann annað. Nú svo á árinu 1966 varð ég íslandsmeistari í drengja- flokki, og árið eftir varð ég einnig íslandsmeistari í tvíliðakeppni drengja og var það Jón Gíslason sem þá lék með mér. Þegar Valur stofnaði svo badmin- tondeild gekk ég í hana, þótti það eðlilegra, og hefi æft með Val síðan. Tók svo þátt í Islandsmótinu s.l. vetur og varð Islandsmeistari í tví- liðaleik drengja, en með mér var Þórhallur Bjömsson. Mér lízt vel á strákana i Val, og get vel ímyndað mér að þeir nái langt í mótunum í vetur. Þetta em allt góðir félagar, sem halda vel sam- an, og vona ég bara að þeir æfi af áhuga. Ég vil svo að lokum þakka Róbert Jónssyni fyrir samveruna, ég hefi fylgt honum gegnum alla flokkana. Hann hefir verið góðm' þjálfari og unnið gott starf fvrir Val. Vona ég svo að strákarnir i knatt- spyrnunni æfi vel í vetur, og standi þétt saman. Jón Gíslason, 15 ára, fyrirliði í þriðja flokki B: Jón Gíslason er ekki við eina fjöl- ina felldur varðandi iðkun íþrótta, hann er keppandi í knattspymu, keppandi í badminton og iðkaði um skeið handknattleik, en hefir nú af- skrifað þá grein, „en það var ein- um of mikið“, sagði Jón í stuttu spjalli við Valsblaðið, en það fer hér á eftir. Ég gekk í Val þegar ég var 10 ára, fór kaldur og ákveðinn á æfingu, og annar strákur með, og gekk í Val, það var svo stutt frá, þar sem ég átti heirna Þá var ég nýfluttur frá Vestmannaeyjum, en þar var ég í Tý, og spilaði þar, og er alltaf hálf- gerður Týrari síðan. Lék fyrsta leik minn í Miðsum- arsmóti sama ár og ég gekk í félag- ið. Ekki man ég sérstaklega eftir þess- inn fyrsta leik, en ég man vel eftir úrslitaleiknum við KR í Haustmót- inu. Allir höfðu spáð því að KR mundi vinna leikinn, þeir höfðu ver- ið beztir þá undanfarið. Við strák- amir vomm ákveðnir að gera sem við gátum og sjá hvað við kæmumst, og við unnum 2:1 að mig mhmir. Þetta fannst okkur stórkostlegt. Ég man líka þegar ég skoraði fyrsta markið í leik, en það var í æfinga- leik við Fram. Það var þægilegt að hugsa til þess, og skemmtilegt. Annars hefi ég oftast verið í vörn: bakvörður eða framvörður. Félagslif- ið finnst mér ágætt og andimi í flokknum er mjög góður, og halda strákamir vel saman og þá oft í smá- hópum. Það er léttur andi á æfing- mn og stundum fjúka „brandarar“, sem vekja hlátur. Mér finnst Sigurður Dagsson skemmtilegur knattspymumaður og mér fellur Reynir Jónsson vel þeg- ar honum tekst upp. Ég held að þriðji flokkurinn í sumar verði nokkuð góður ef strák- amir halda saman og æfa vel. Að vísu gengu flestir upp úr þriðja flokki í haust, en við eigum góða viðkomu, ef vel er á haldið. Margfaldur Islands- og Reykfa- víkurmeistari í badminton. Ég byrjaði að leika badminton 1964 hjá TBR. og tók þá strax til við að keppa það sama ár. Þetta byrjaði á því að við Ragnar Ragnars- son vorum að slá badmintonbolta á milli okkar, og gekk þetta bara vel að okkur fannst og ákváðum við að fara á æfingu hjá TBR og gengmn í félagið. Þetta var miklu skemmti- legra að leika sér á merktum velli með neti. Þetta gekk furðu vel. Á þessum árum, sem ég var i TBR, varð ég tvisvar íslandsmeistari og tvisvar Reykjavíkurmeistari, og einu sinni vann ég innanfélagsmót í TBR. Þegar Valur stofnaði svo badmin- tondeild, fannst mér eðlilegra að ég væri þar, en sú deild hefir starfað í rúmt ár. Á þessu ári varð ég ís- landsmeistari og Reykjavíkurmeist- ari, og fyrsti unglingameistari i imi- anfélagsmóti Vals. Ennfremur vann ég opið mót á Akranesi i badminton. Þegar ég lék í tviliðaleik í TBR lék Helgi Benediktsson með mér og hefi ég þar góðan félaga með mér. I Valsmótinu lék ég með Ragnari Ragnarssyni. Annars leikum við Helgi saman í vetur. Ég tel þetta góða byrjun hjá hinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.