Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 69

Valsblaðið - 24.12.1968, Qupperneq 69
V ALSBLAÐIÐ 67 Þeir kepplu sinn i hverjum aldursflokki. Frá vinslri: Garðar. Vilhjálmur, Einar og GuS- mundur. Helga Einarsdóttir: Þarf engar á- hyggjur að hafa af drengjunum, þeir eru niSri á HliSarenda. Ég hefi alla tíð haft áhuga fyrir íþróttum, en lítið tekið þátt í þeim. Þó var ég eitt sumar í handknattleik hjá Ármanni, og þótti mjög gaman að vera með, en svo varð það ekki meira um æfingar að ræða. Nú upp á síðkastið hefi ég farið á leiki við og við, með bónda mínum, og skemmti mér ágætlega. Ég kom líka á félagssvæði Vals á Valsdeginum og skemmti mér alveg konunglega, og ég er viss um að slíkur dagur verður vinsæll í framtiðinni. Ég er ákaflega ánægð með þenn- an mikla áhuga sem drengirnir hafa fyrir knattspyrnu og handknattleik. Ég þarf engar áhyggjur að hafa af þeim eða velta vöngum yfir því hvar þeir eru, þegar þeir eru ekki í kring- um mig, ég veit að þeir eru niðri á Hlíðarenda í góðum félagsskap. Ef þeir hefðu ekki þessi áhuga- mál, veit maður ekki hvar þeir mundu' halda sig. Er þjónustan ekki mikil? Frú Helga brosir svolítið og segir: Jú, á sumrin getur það komið fyrir, þegar blautt er um, að það verði dálítil dyngja sem þarf að þvo og strjúka. Hér skaut pabbinn inn i: „Þið megið vera þakklátir mömmu ykkar, drengir mínir, fyrir alla þá vinnu sem hún leggur í að halda búningunum ykkar hreinum". Þeir litu með þakklátu brosi til mömmu sinnar, sem greinilega sá ekki eftir þeim handtökum. Bæði voru þau áhugasöm um það, hvernig búningarnir litu út, og að það væri þeiin uppálagt, að hvernig sem veðrið eða völlur væri, að fara aldrei út á völlinn í óburstuðum skóm og óhreinum búningum til keppni. Vilt þú að þeir haldi áfram? Já, svo sannarlega, meðan áhugi þeirra er svona mikill mæli ég ein- dregið með því að þeir lialdi áfram að æfa sig og leika sér í góðum fé- lagsskap. Hvað með námið? Þeir hafa ekki hingað til slegið slöku við námið, að vísu hafa þeir þurft að leggja meira að sér eftir því sem þeir eru fleiri kvöld á æfingum, og kemur það harðast niður á þeim sem iðka bæði handknattleik og knattspyrnu eins og Garðar gerir. En sem sagt, ég er ánægð með þátttöku drengjanna í æfingum og félagslifinu i Val, og þakklát fyrir þá aðstöðu sem þeir hafa þar. Kjartan V. GuÖmundsson: Reyni aS stappa í þái stálinu, en þeim finnst ég stundum full hávaðasamur. Satt að segja ólst ég upp í einu róttækasta Valshverfi borgarinnar, eða á Nönnugötunni. Ég lék mér með knött á auðum svæðum, og þar var t. d. Halldór Halldórsson, síðar kunnur knattspymumaður í Val, en það varð aldrei úr því að ég færi með honum á æfingar, þótt einkennilegt megi virðast. Ég fór aldrei í neitt félag, en hefi fylgzt með knattspyrn- unni æ siðan, og varð mikill aðdá- andi Akurnesinga þegar þeir stóðu upp á sitt bezta. Nú, svo þegar mínir drengir fóru að stækka og taka þátt í æfingum og leikjum, lifnaði þetta á ný, og hefi ég eftir mætti reynt að fylgjast með þeim, og þeim leikjum sem þeir keppa í. Það er raunar dálítið erfitt þegar tveir eða þrír leikir, sem þeir leika í, fara fram samtímis á völl- unum, en ég hefi bíl, svo að þetta blessast. Það hefir lika verið okkur mikil ánægja, að taka hingað heim flokka fyrir keppni og sitja til borðs með þeim, og spjalla um það sem fyrir liggur. Konan bakar kökur handa þeim, og það leynir sér ekki, að allt fellur þeim þetta vel í geð, enda hverfa kökurnar eins og dögg fyrir sólu. Leiknar eru plötur og ýmislegt gert sér til gamans, og svo sem loka- orð ræddu þjálfararnir við þá um leikinn sem fyrir dyrum stóð. Ég ek oft með þá á leikina og reyni að stappa í þá stálinu, og stundum finnst þeim ég vera of hávaðasamur við línuna, þegar þeir eru að keppa! Einn sonanna skaut imi í: „Strák- arnir í hinum félögunum þekkja hann orðið!“ Allt þetta leiddi það af sér, hélt Kjartan áfram, að ég varð að ganga í Val, með þeim afleiðingum að verða svo kosinn í stjórn deildarinn- ar, og sit þar riú. Ert þú ánægður með dvöl sona þinna í Val. Já, svo sannarlega, ég hefi hvatt þá til að ganga í félagið, og sækja æfingar og leiki. Þegar við áttum heima suður í Garðahreppi var það þó ekki svo auðvelt, en þar bjuggum við í eitt ár, og ekki við annað kom- andi en að sækja æfingarnar til Vals. Þó var þeim boðið að vera með í fé- lagi sem þar var. Fóru þeir þá ýmist í strætisvögnum, sem var kostnaðar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.