Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 17
5
/'"yrsta gufuvél hér í álfu (frá Engl.) 1753.
/'yrst geröar eldspítur 1829.
Ayrstu umslög hagnýtt 1829.
/'yrstu stálpennar búnir til 1830.
Steinolía fyrst höfö til ljósa 1826.
Ayrsta gufuskip úr járni bygt 1830.
Glergluggar fyrst í húsum á Engl. á 18. öld.
Élías Howe, yngri, fær einkaleyii fyrir hinni fyrstu
fullkomnu saumavél 1846.
Til minnis um ísland.
Fyrst fundið ísland af Irum á 8. öld. Aí Norð-
mönnum 860.
Fyrst varanleg bygð hefst 874.
Fyrsta Kötlugos, er sögur fara af, 894.
Fyrstu lög og alþing sett 930.
Fyrstur trúboði, Friðrik biskup, saxneskur, 981.
Fyrsti lögsögumaður, Hrafn Hængsson, kosinn af
lcgréttu 930.
Fyrsta kirkja er í ritum talin bygð um 984, að Ási í
Iíjaltadal, en það mun sanni nær, að Örlygur gamli hafi
reist kirkju að Esjubergi nálægt 100 árum áður.
Fyrstur íslenzkur biskup, ísleifur Gissursson, 1054.
Fyrstur fastur skóli á Hólum 1552.
Fyrstur islehzkur rithöfundur, kunnur, og faðir ís-
lcnzkrar sagnritunar, Ari Þorgilsson, prestur, f. 1067,.
d. 1148.
Fyrsta Heklu-gos, er sögur fara af, 1104.
Fyrsta klaustur, reist á Þingeyrum, 1133.
Fyrsta nunnuklaustur í Kirkjubæ í Vestur-Skafta1-
fellssýslu 1186.
Fyrstur konungur vfir íslandi, Hákon Hákonar-
son (kon. Norðmanna-ý 1262—63.
Svarti dauði geysaði 1402.
Seinni plágan 1495-