Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 53
25
itð greiða aíkvæði gegn leiðtoga frjálslynda flokksins, er
svo illa hefði brugðist kirkju sinni. Mátti þá svo virðast
sem í flest skjól væri fyrir honum fokið og jþýðingarlítið
íyrir hann að ætla sér að sannfæra trúarbræður sína um
réttlæti þess málstaðar, er prestar og biskupar höfðu lýst
í bann. Aldrei hefir neinn maður í verri ógöngum verið
með málstað sinn en hann virtist þá. Það þurfti sannar-
kga á einbeittum vilja að halda og ódeigri lund, enda
sýndi nú Laurier, að hann átti hvorttveggja. Hann lét
^ sem hann sæi klerkavaldið ekki, en hóf sína frægu vörn
f • rir samvizkufrelsi kaþólskra borgara í almennum
landsmálum. Árangurinn af þeirri vörn er eitt hið þýð-
ingarmesta atriði i stjórnmálasögu landsins. Atkvæði
iéllu honum i vil með miklum meira hluta, einkum í Que-
hec fvlki. Afskiftum kaþólskra klerka af stjórnmálum
landsins var um leið kinnhestur gefinn og greinarmunur
í fyrsta skifti gjörður milli þeirrar hlýðni, er kaþólskir
meníi ættu að sýna andlegum leiðtogum sinum í safnað-
armálum og í borgaralegum efnum. íbúar Quebec-fylkis
hafa svarið sig í ætt við frændur sína á Frakklandi með
því að tjá sig umburearlyndisins megin í máli þessu og
láta sér þar frjálsmannlega farast. En öllum kemur sam-
an um, að engum leiðtoga hefði tekist að koma þessu til
leiðar, nema Laurier einum.
Hann cr i kafur fylgismaður og einlægur hinna helztu
framsóknarmanna brezkra, er uppi hafi verið, og hug-
^ sjónir annarra eins manna og Burke, Fox, Bright og
Oladstone hafa eins og endurfæðst hjá honum. Eins og
þeir, hefir hann ávalt einlægur vinur Bandaríkjanna ver-
ið og fyllilega viðurkent, að frá þeim er sambandsríkja
hugmyndin til Kanada runnin. Bæði sem stjórnarand-