Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Blaðsíða 54
2Ó
fttæðingur og forsætisráðherra hefir hann látið þetta vin-
arþel til Bandaríkjanna í Ijós og óskar fastlega, að öll á-
greiningsmál milli þessara nágrannaþjóða séu vinsam-
lcga útkljáð. Enginn Kanadamaður mun heldur eiga
öðrum eins vinsældum og áliti að fagnaí Bandaríkjunum
og Laurier.
Áður hefir verið bent á, hvílíkur unaður hvílir yfir
persónu hans og látbragði. Aldrei kemur þetta betur i
ljós en þegir hann flytur ræður sínar, enda talar hann á-
valt af sannfæringu,beint út úr hjarta sínu,og föðurlands-
ástin varpar Ijóma sínum yfir allar hugsanir hans i
stjórnmalum. Hann er jafn-vígur í allar áttir. Tilfinn-
ingarnar, vitsmunirnir og viljinn verða að láta dyr sínar
hrökkva upp fyrir honum. Sumar af ræðum hans þykja
cins ágætar og nokkurar aðrar, sem fluttar hafa verið i
Kanada. Eitt sinn var hann að tala máli umburðarlynd-
isins út af löggjöf snertandi Jesúíta og sagði: „Látum
oss muna, að þótt vér krjúpum ekki fram fyrir sama alt-
arinu, krjúpum vér samt fram fyrir hinum sama drotni.“
Svo er sagt að orð þessi hafi hnitið þeim í hjartastað, er
heyrðu, að þeir hafi gleymt smámunalegum fordómum og
þrefi og borist ósjálfrátt inn í heim kærleika og friðar.
Hægt er að heyra það á framburði Laurier’s, að hann er t
maður frakkneskur. Enda talar hann frakkneska tungu
jöfnum höndum, svo ekki má i milli sjá hvort málið læt-
ur honum betur. En sagt er, að sá frakknesku-blær, er
framburður hans á ensku máli hafi,sé í hans munni meira
til prýði cn óprýði. Þegar Sir John Macdonald féll frá,
var hver lofræðan um hann haldin á fætur annarri r
lægri málstofu Kanada-þingsins, en engin önnur eins og
sú, er Laurier flutti.