Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Síða 64
36
leita hvíldar frá langvinnum önnum og umsýslu. í síð-
ustu andránni breyttum við áætlun og tókum okkur far
með Norðra hinum mikla eða Great Northcrn-hrzmúmú,
Jjví með henni kemst maður á skemstum tíma vestur
jjangað, sem ferðinni var heitið.
Þegar lestin var loksins á skrið kornin, fanst okkur
sem riú íriundu hjólin halda áfram að snúast og snúast,
]>angað til við værum komnir á heimsenda. Mér fanst
eg hafa einhverja óskiljanlega tilhneiging til að loka aug-
unum og líta ekki upp fyrr en eg væri kominn alla leið.
En er suður kernur á aðal-brautina og haldið er vestur frá
Grand Forks í Norður-Dakota í skoðunarvögnunum in-
<lælu, þar sem setið er eins og í glerhöll, l>ví hliðarnar
mega heita allar gagnsæar, og maður hvílir sig í léttum
liægindastólum, er flytja má horn úr itorni eins og i stof-
unni heima, eða fær að velja úr nýjustu tímaritunum til
að lesa, þegar maður }>rcytist á að horfa út — þá fær
maður sannarlega löngun til að halda augunum opnutn
og drekka í sig alt hið nýja, er ]>á her fyrir bæði i and-
ans og náttúrunnar heimi.
Það var því býsria áliðið orðið, er við fórurn að fela
okkur á bak við rekkjureflana ntjúku í svefnvagninum.
En hvílík unun það er að geta stígið upp í konunglega
ítvílu og fá að sofa þar eins vært og í eigin sæng sinni,
og samt að þeytast áfram viðstöðulaust og vita það fyrir
víst, að maður hefir flogið hundruð rnílna, er hann bregð-
tir hlundi næsta morgun, hafi ekkert óhapp fyrir komið.
Eða með höfuðið á koddanum að lyfta upp blæjunni, láta
íunglið skína inn til sín og horfa yfir bygðir og ból, fljúg-
andi fram hjá eins og í einhverri töfrasýning. Þá er sá
sannarlega klaufi, sem ekki kann að dást að menningu