Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Síða 69
41
aö reka.þar verzlun. Islenzk matvöruverzlun var þar ein
og myndarlegt þar inn að koma. Hún vai rekin af Einari
Grandy og Friðbirni Friðrikssyni, sem báðir eru nýlega
vestur komnir frá Dakota, þar sem þeir bjuggu sóma og
myndarbúum, í grend við Gardar, og söknuður þótti að
þeim, er þeir fóru. Fyrir einstakan dugnað og áhuga
þótti verzlunin ganga eftir öllum vonum. Snemma morg-
uns fór Einar í kring til viðskiftavina sinna allra til að fá
að vita',hvað þeir þyrftu að fá yfir daginn,og síðdegis var
svo aftur ekið með vörurnar í kring heim í hvert hús, og
er það fyrirhafnarlítið fyrir kaupandann, en tafsamt fyrir
kaupmanninn. A þann hátt seljast heilmiklar vörur,
þótt fátt komi fólk í búðina yfir daginn.
Æði-margt af ágætu ísl. fólki hefir flutt vestur á
ströndina úr Dakota og hlakkaði eg ekki lítið til að sjá
þetta fólk aftur, fá að endurnýja góðan kunningskap og
ógleymanlegan cg sjá með eigin augum, hvernig því liði.
Einkum var það familía ein, góð og göfug, sem mér var
mikill fögnuður að sjá aftur. Var það Sumarliði gull-
smiður Sumarliðason frá Æðey og fólk hans. Fundum
okkar bar fyrst saman sumarið 1884 upp við ísland á
póstskipinu danska. Þá brá eg mér þangað kynnisför
frá Noregi, var þar eina þrjá mánuði, en fór svo utan aft-
ur að hausti til Kaupinannahafnar og þaðan til Kristj-
aníu.
Á þeirri ferð hitti eg Sumarliða og fólk hans, sem
þá var að fl\tjast til Ameríku. Þó hann væri þegar á
cfra aldur hniginn og maður bæði marg-reyndur og
marg-fróður, en eg ungur og ærslafullur, runnu sefar
okkar saman.og hefir vinátta sú, sem þá hófst með okkur,
síðan haldist. Þegar hann kom vestur, bjó hann fyrst i