Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 72
w
44
unui, en varð þaðan að fara sökum heilsubrests. Það er
myndarmaður hinn mesti og þau hjón bæðf, og hið á-
nægjulegasta til þeirra að koma, því bæði er hjartalagið
gott og hugsunarhátturinn allur, og til einskis sparað að
láta þeim gestinmn, er að garði kemur, sem bezt líða.
Þau hjón bæði eru á meðal þeirra, er heitast þrá, að
kirkjulegur félagsskapur geti hafist þar á ströndinni og
þar geti söfnuðir myndast í sambandi við kirkjufélagið,
er einhver vel hæfur pre-stur og ákjósanlegur fengist til
að þjóna. — Þá er líka Sveinn Björnsson (Téturssónar)
og kqna hans Kristrún Ólafsdóttir (prests Indriðasonar)
meðal elztu Islendinga á ströndinni. Til þeirra var
mér mikið yndi að koma og virtust mér þau dæma um
mcnn og málefni með skýrleik og sanngirni, hvort heldur
í grend eða fjarlægð, enda liafa þau skilning prýðilega
glöggan á öllu sem fram fer. Heimili þeirra er hið mynd-
arlegasta og viðtökurnar hinar beztu. Er sonur þeirra,
Páll, nýgiftur og býr hjá foreldrum sinum.
í bænum Ballard býr lika Jónas A. Sigurðsson, sem
fyrrum var þjónandi prestur i nágrenni við mig í Norð-
ur-Dakota. Eins og kimnugt er, sagði hann söfnuðum
sínum upp prestsþjónustu nokkuð að óvörum og lýsti um
leið yfir því, að hann ætlaði sér að ganga inn í aðra lífs-
stöðu. Alitu fiestir, sem til þektu, að hann ætlaði sér að
taka upp lögfræðisnám, og var ekki efast um, að sú staða
mundi láta honum vel, því hann er að flestu leyti ágætum
hæfileikum búinn. Af einhverjum ástæðum hefir ekkert
af þessu orðið, og telja menn það baga fyrir sjálfan hann,
því þó loftslagið sé gott á stróndinni, þykir gott fyrir alla
að hafa eitthvað fyrir stafni.
Fyrir skömmu síðan myndaðist íslenzkur söfnuður í