Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 81
53
kynsins alls. Þarna horfast vestrið og austrið í augu. Hví
skyldu þau berast á banaspjótum? Hví skyldi vestræn
menning og austræn eigi falla hvor annarri i faðm og
mynda æðri eining? Fyrst vaknaði austrið og tók til
starfa; menning þess rann upp eins og fífill í túni,—eins
konar undurnjóli, sem ýmist visnaði upp eða úreltist og
gekk af sér. Svo sofnaði austrið og hefir sofið draumlitl-
um svefni og löngum. En á meðan vaknaði vestrið og
tók menningu heimsins að sér. Og mikil og glæsileg er
hún, einkum í líkamlegum efnum. Nú stendur vestrið'
við dyr sinnar ausrænu systur, hrópar og kallar og biður
hana að risa af dvala.
Skyldi það eigi takast? Skyldi eigi konungsdóttiriiT
í Aladdínshöllinni rísa upp aftur og hrista af sér álaga-
haminn? Skyldi hún ekki eiga eftir, að lyfta menningu
mannkynsins upp á álíka hátt stig andlega eins og vest-
lægri menningu hefir tekizt að hefja hana í líkamlegum
efnum ?
Frá vinum vorum í IVarrcníon, sem svo ástúðlega
höfðu við okkur tekið, héldum við aftur til Astoria, senv
er býsna stór borg og myndarleg og fræg fyrir laxveiðar-
og lax-niðursuðu. Þar hitti eg Islending einn, sem mér ~
var kunnur úr æsku, Benedikt Halldórsson.skóara,—einn -
Hildarsoninn. Eg man eftir honum á Akureyri, J>egar
eg var drengur og kom til hans með föður mínum. Var
hann þá fjörugur og kátur og lék við hvern sinn fingur,.
þó hann sæti hálíboginn yfir skósmíð sinni. Síðan eru nú :
liðin ein þrjátiu og fimm ár. Á þeim hefir hann viða far-
ið. orðið margt að reyna eins og gengur og er kominn <
ems langt vestur á bóginn og frekast má. Hefir hvar-
vetna stundað skóaraiðn sína og sat nú hálfboginn/
fLAFI.’R S. TI’OPGEIRFFON : ALMANAK. 3.