Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 84
56
er Kristján Casper, er lengi bjó að Hallson og síðar nam
íand austur í Minnesota. Hafa þeir Kristján og Frí-
itiann matvöruverzlun þar í Blaine og hefir sú sýsla látið
^teim allvel það sem af er, enda sögðu menn, að vera
unundu nálægt fimm hundruð íslendinga í Blaine og er
Jtað góður hópur. Á sunnudaginn flutti eg þar guðs-
Jjjónustu og var ein stærsta kirkja bæjarins og álitlegasta
vtil þess fengin. Mátti svo heita, að hún væri full af fólki,
alt saman Islendingum, enda telst mönnum svo til, að þar
muni 500 manns af íslenzku fólki. Við þá guðsþjónustu
skírði eg ein tíu börn. Samt voru það margir, sem af
ýmsum ástæðum höfðu ekki getað komið. Sumir bændur
þar úti á landsbygðinni enda ekki heyrt, að neinn ísl.
prestur væri á ferðinni.
í Blaine og nágrenninu þar í kring hafa landblettir
verið fáanlegir við lægra verði en annars staðar. Ann-
ars eru jarðeignir, smáar og stórar, í gífurlega háu verði
með fram allri ströndinni. Þó vilja miklu fleiri selja en
kaupa. Þetta lága verð hefir dregið íslendinga þangað.
Þá langar ávalt til að ná sér í ofurlítinn landblett eða
jarðarskika, svo þeir geti haft eina eða tvær kýr. Geti
þeir það, eru þeir býsna ánægðir. Nægjusemín er
svo mikil hjá mörgum. Einkum vill hún furðanlega ná
tangarhaldi á liugum manna.þegar þeir eru komnir vest-
ur að hafi. Þar er svo margt,sem freistar til værðar.enda
eru flcstir þar býsna værukærir, nærri því hvaða þjóð-
erni, sem þeir heyra til.
íslenzka bygðin í Blaine er svo sem tveggja ára
gömul. Ýmsir, er áður áttu heima víðs vegar tneð fram
ströndinni, eru nú þangað komnir. Sögunarmylna er þar
ein og eitthvað af niðursuðuhúsum. Atvinna er þar því