Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 89
ingja fleiri, er of langt yrði upp að telja. Ókum við með
honum sex mílna leið til Bellingham, virtum þar fyrir
okkur fagurt útsýni yfir sjóinn og bæinn frá hæstu sjón-
arhæð og skemtum okkur hið bezta.
Seinna hluta dags skilaði lestin okkur heilu og
liöldnu til Ballard. Sumarliði Sumarliðason hafði yfir-
gefið sláttinn, til þess við gætum notið þeirra fáu daga
saman, sem eg átti eftir að vera. Og gat hann ekkert fyr-
ir mig gjört, sem mér hefði þótt vænna um. Hjá honum
og hans gcðu konu var eg nú enn nokkura daga og voru
jieir hver öðrum ánægjulegri. Félagi minn, Guðmundur
Fórðarson, kom norðan að aftur þenna sama dag.
V.
í friöi og næði.
Borgin Seattle Landslag og útsýni. Gistihöllin glæsilega Há-
skólinn. Siðferði og lífsstefna. Græða menn á skiftunum? Fé-
lagsskapur Kristilegur áhugi Hvernig væntanlegur prestur þarf
að vera. Samsætið. Sögulok.
Hingað til höfðum við einlægt veriS á ferð og flugi.
og naumast nokkura hvíldarstund haft frá því við fórum
frá Winnipeg. Eg var orðinn býsna þreyttur af flakkinu
og fagnaði yfir að mega nú hvílast í næði nokkura daga,
áður eg héldi heimleiðis aftur. Enda átti eg eftir að skoða
mig um í Seattle, því mig langaði til að fá sem glöggasta
mynd í huga minn af landi og lýð, úr því eg var út í þessa
langferð kominn.
Seattle er ákaflega víðlend borg og fólksmörg.
Fólksfjöldann sögðu sumir vera 175,000, aðrir 190,000.
Fremur fátt af íslendingum á þar heima, en margir eru
þar í vinnu. Landslag er þar svipað og alls staðar með