Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 102
w
74
kunnugir háttum lands og þörfum. l>e!r ættu að standa
eins vel að vígi og unt er með að sjá, hvað helzt muni
horfa til bóta í hverju efni og hvað ráða mætti fram úr
til viðreisnar landi og lýð. Hin nýja stjórn er rétt undir
handarjaðri þingsins og ætti }>ví samvinnan á milli henn-
ar og þess að geta orðið hin bezta. Og enn er það henni
til ágætis að telja, að verkefnum hefir miklu haganlegar
verið niðurskift nú en áður, þar sem belgurinn var einn
og öllu í hann slcngt í einni bendu.
Öllum landsmálum hefir nú skipað verið í þrjár
dcildir og sín skrifstofan sett fyrir hverja. Fyrst er
kenslumála og dómsmálaskriístofa. Þar næst er atvinnu
og samgöngumálaskrifstofa. Og í þriðja lagi fjármála
og endurskoðunarskrifstofa. En öll stjórnarstörfin ætluð
tólf manús. Þegar þess er gætt, að hér er um þjóð að
ræða, er aö eins. hefir svo sem áttatíu þúsund sálir fram
a.ö telja, ætti stjórn með þessu fyrirkomulagi og verka-
skifting og þeim mannafla, sem hér er á að skipa, að geta
orðið lietur af hendi leyst en i nokkuru öðru landi í heim-
inum. En dýr hlýtur hún að verða fyrir jafn-íátæka
þjóð. Svo vel má-hún samt sem áður ætlunarverk sitt af
hendi leysa, að mikill verði ávinningurinn. Enginn deyr
þó dýrt kaupi.
Sá maður, sem fyrstum allra íslendinga hefir skipað
verið í ráðgjafasess, er eins og kunnugt er Hanncs Haf-
stcin, áður bæjarfóg'eti og sýslumaður á ísafirði. Kunn-
astur er hann þjóð vorri fyrir skáldskap sinn.
Ekkert hinna yngri skálda vorra hefir ef til
vill eins komist inn í hjarta þjóðar vorrar með
skáldskap sínum og Hannes Hafstein. En ljóð
hans heyra því sem næst öll æskuárunum til. Em-