Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 108
8o
enginn, eftir því er séð verður héðan úr fjarlægðinni.
Það sem flokkunum ber á milli virðist ekki vera ólík
skoðun á landsmálum; hún er nokurn veginn sú sama hjá
Jjeim báðum, því framfaramenn vilja eiginlega allir ís-
lendingar vera. Það sem á milli ber er því helzt þetta:
hverir eiga að sitja í valdasessinum, eða hvaða mönnum
er bezt til þess trúandi að stjórna landinu. Þótt þetta
kunni nú öfugt að virðast og nærri því broslegt, skulum
vér að því gæta, að stjórnmálabaráttan í heiminum er
einmitt æði-víða í þessu fólgin. Víða í löndunum kepp-
ast floklcarnir við að verða hver öðrum fyrri til að hrifsa
framfaramálin inn á stefnuskrá sína, til þess elcki að
verða undir í áliti þjóðarinnar. Ágreiningurinn verður
þá allur út af því, livaða, menn eigi að vera við völdin.
En þetta, að öflugur andstæðinga-fiokkur vakir yfir
þeirri stjórn, er að völdum situr, og færir sér hvert
glappaskot hennar í nyt til að steypa henni, sýnist þó vera
bezta ráðið, sem mönnum hefir enn getað hugkvæmst, til
þess að fá stjórnir þjóðanna til að inna störf sín sam-
vizkusamlega og vel af hendi, — til heilla fyrir land og
lýð.
Og til þess vonum vér, að þing.ræðið verði þjóð
vorri.
F. J. B.