Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 125
97
in aö ná þeim aftur og sendi flokk lögregluliös og her-
sveit sjálfboöaliös frá Princc Albcrt þangaö, en þeir
voru reknir á flótta af kynblendingum og Indíánum,
tólf drepnir og jafnmargir særöir.
Hér í Winnipeg haföi hersveit ein myndast nokk-
uru áöur af sjálfboðaliöi og nefndist hún ,, Thc Nine-
tieth Batalion of Winnipcg Rijies. “ Var henni nú
boöiö aö leggja út og fóru 120 menn úr henni meö
sérstakri vagnlest aö kveldi 25. Marzmánaðar áleiöis
vestur og áttu hinir aö fara aö nokkurum dögum liðn-
um. I hersveit þessari voru níu eða tíu Islendingar
og fóru nokkurir þeírra þegar í þessum fyrsta hóp.
Foringi leiöangursins hét Frcdcrick D. Middleton.
Þaö má nærri geta, aö hér í Winnipeg hafi um
fátt annaö veriö talað um þessar mundir. I hugum
inanna alment mun málstaöur kynblendinganna hafa
mjög óljós veriö. Menn skildu þaö eitt, aö hér var
um uppreist aö ræða Og keptist hver viö annan aö
vera löghlýðninnar og landstjórnarinnar megin. I
því vildu íslendingar engan veginn eftirbátar vera, og
mun þeim þaö engin uppgerö veriö hafa. Stjórnin
gjöröi ráð fyiir aö senda 4000 hermanna aö austan
og einu þúsundi bjóst hún við að geta bætt viö frá
Winnipeg og öörum bæjum í Manitoba. Dagblöðin
komu hér út fjórurn til fimm sinnum á degi hverjum,
en ekki voru ávalt fré^tirnar miklar, því kynblending-
ar höföu rænu á aö eyðileggja ritsímann, svo engin
skeyti væri hægt aö senda á milli. Tvær aörar her-
sveitir voru myndaðar hér í Winnipeg og voru 5 eba.
6 Islendingar í þeim. ■ Smátt og smátt komu her-
flokkarnir aö austan hingaö til Winnipeg. Hét einn
þeirra Royal Grenadicrs frá Toronto. í þeim her—
flokk var einn undirforingi íslenzkur (Sargeant), Jón
Guðmundsson að nafni, ættaður úr Dalasýslu.
Þar sem þaö mun fróölegt þykja að vita, hverir
Islendingar voru meö í hernum og tóku þátt í leið-