Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1905, Page 138
I IO
stórfé á verzlun meö lönd oglausaaura. Fyrir nokk-
urum árum reisti hann sér ljómandi íbúöarhús og er
fáa menn betra heim aö sækja en hann, )?ví þau hjón
eru hvert ööru höföinglegra og gestrisin bæði í oröi og
á boröi í bezta skilningi. Jósef er nú talinn einn meö
hinum allra-efnuðustu Vestur-íslendingum.
En um hann er meö sanni hægt að segja það
sem meira er um vert, að hann er drengur góður.
Það hafa margir til hans komið, þegar þeir hafa veriö
í vanda staddir, bæði stórum og smáum, og leitað lið-
sinnis; munu þeir sjaldan hafa svo búnir frá honum
farið, enda er hann maður vinsæll mjög og yel látinn.
Félagsmaður er hann ágætur og ör á fé til almennra
þarfa, því hann er ætíð fús að Ijá hverju góðu máli
fylgi sitt bæði með ráð og dáð. Hann er laus við að
vera rnaður framgjarn eða sólginn í rnetorð og er eng-
inn efi á, að það hefir verið vinum hans að kenna að
hann lagði út í kosningabaráttuna í haust, enda gekk
hann sigri hrósandi út úr henni og situr nú á þingi.
Enginn efast um, að hann verði þar bæði sjálfum sér
og Vestur-íslendingum öllum til sóma. Alítum vér
það frama fyrir þjóð vora ekki lítinn, að hún á nú
fulltrúa á þingum út um heiminn, til að auglýsa nafn
eyjarinnar fornu upp við heimskautabauginn og þjóð-
arinnar, sem þar er ,,að heyja heimsins langa stríð, “
F. J.-B.