Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 3
Hún gat ekki flúiS meS öllum hinum, er gerSu þaS. Þegar hún sá flugvélina lyfta sér, mcS flóttafólkinu, minntist hún orSanna, er guSsmaSurinn hafSi sagt. Ung stúlka í Vietnam stendur á bak við hálf- hruninn vegg. Hálinþakið hafði fokið af í síðustu loftárás. Þarna stóð nú unga stúlkan og virti fyrir sér risaflugvélina, sem var að lenda til þess að sækja aumlega stadda Vietnambúa, er þar höfðu safnazt saman á litlum bletti eftir eyðilegging- una. Gnýr hreyflanna, er þeir klufu loftið var ákaflegur. Um leið og vélin hafði numið staðar á hinum nierkta bletti, kyrrðust hreyflarnir og gnýrinn hljóðnaði. Dyrum flugvélarinnar var samstundis hrundið upp. Nokkrir menn flýttu sér út gegnum dyr flugvélarinnar og til fólksins sem stóð í þétt- um hóp skammt frá vélinni. „Flýtið ykkur nú!“ hrópuðu mennirnir. Þeir lyftu börnunum úr vefjarböndum þeim, er mæðurnar höfðu fest þau í á baki sér. Þeir lyftu burðarsekkjum af öðrum. Sjúkt fólk var tekið í sterka arma flugmannanna og borið upp í flug- vélina. Það var eins og orðin „flýtið ykkur“ væru skrifuð í hvern einasta drátt á þessum þreyttu og angistarfullu andlitum. En unga stúlkan stóð grafkyrr, og hreyfði ekki legg né lið, þótt allir aðrir væru að flýta sér sem mest. Hún vildi ekki flýja burt með þessum fráa 3

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.