Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 24
Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér slefnu frelsarinn góður gaf ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum ljósum löndum, þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum, við sumaryl og sólardýrð. Og stundum sigli ég blíðan byr og bræðra samfylgd j)á hlýt ég. Og kjölfars liinna er fóru fyr, án fyrirhafnar þá nýt ég. í sólarljósi er særinn fríður, og sérhver dagurinn óðar líður, er siglt er fyrir fullum byr. En stundum aftur ég aleinn má í ofsarokinu berjast. Þá skellur niðadimm nóttin á, svo naumast hægt er að verjast. Ég greini ei vita né landið lengur, en ljúfur Jesús á öldum gengur um borð til mín í tæka tíð. Mitt skip er lítið, en lögur stór og leynir þúsundum skerja. En granda skal hvorki sker né sjór því skipi er Jesús má verja. Hans vald er sama scm var j)að áður, |)ví valdi’ er særinn og stormur háður. llann býður: Verði blíðalogn! Þá hinzti garðurinn úti er ég eygi land fyrir stöfnum. Og eftir sólfáðum sæ mig ber að sælum blælygnum höfnum. Og ótal klukkur ég heyri hryngja og hersing ljósengla Drottins syngja: Velkominn hingað heim til vor! Lát akker falla! Ég er í höfn, ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. Það var eins og einhver héldi á opinni bók með ljóði og lagi fyrir augum mínum eða eins og ég 24 horfði á kvikmynd. Ég varð jæss áskynja, að ég hafði aldrei sungið betur á ævinni. Röddin kom úr brjósti mínu, samt var það ekki rödd mín. Ég mótaði aðeins þessi óþekktu orð með vörunum og kom þeim áleiðis. Vindinn lægði og öldurnar lækk- uðu, meðan ég söng. Kólgubakkinn, sem hafði grúft yfir hafinu dögum saman, gliðnaði sundur yfir höfðum okkar og himneskt Ijós streymdi bless- andi niður yfir okkur. Léttadrengurinn lá kyrr í faðmi mínum. Með ár- unum hafði J>að komið í minn hlut að sjá marga menn deyja, en aldrei hef ég séð íegurra andlit á dauðastundinni. Bros lék um varir hans eins og liann hefði verið ónáðaður í skemmtilegum leik. Hann var heldur ekki annað en stórt barn, gleðin ljómaði bókstaflega út úr hverjum andlilsdrætti. Umhverfis okkur var hafið, sem bærði ekki á sér og vindurinn hafði breytzt í Jíægilegan, hvíslandi andblæ, sem strikaði aðeins undir hina Idjóðu kyrrð. Ég skynjaði liina miklu nærveru Guðs og vængjajiyt eilífðarinnar í geymnum. Þegar söngnum var lokið, vissi ég að léttadreng- urinn var dáinn. Sjórinn ýfðist á ný, skýjaþykknið lokaðist og vindurinn tók að gnauða yfir víðáttu hafsins. Það var dásamleg reynsla, sem mun aldrei gleymast. Léttadrengurinn fékk Faðirvorið eins og hinir og hvarf í djúpið. Aðfangadagskvöldið var dimmt og ömurlegt. En við og við feykti vindurinn skýjunum frá og lágt yfir sjóndeildarhring í austri, eygði ég skæra tindrandi stjörnu. I hinu óljósa og slæpta hugar- ástandi mínu hélt ég, að það væri Betlehems- stjarnan, sem vísaði okkur rétta leið eins og forð- um, þegar hún fór á undan vitringunum frá Aust- urlöndum og í trausti þess tók ég stefnuna á stjörnuna. Nokkrum stundum síðar var okkur bjargað af litlu ensku herskipi, þá vorum við fjórir á lífi. Herskipið hafði breytt um stefnu, þar sem varð- maðurinn taldi sig hafa séð neyðarblys á hafinu. Skipstjórinn þagði andartak og var þungt hugsi. Síðan hélt hann áfram: — En sögunni er ekki lokið. Eftir stvrjöldina heimsótti ég móður drengsins. Hún var lítil hug- rökk kona, sem hafði reynt mótlæti og sorgir, en ekki látið hugfallast. Mann sinn hafði hún misst í hörmulegu sjóslysi nokkrum árum eftir að dreng-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.