Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 29
B R É F Herra Ásmundur Eiríksson! Eg hef kynnzt yður litið eitt .... Nú vil ég greina yður frá: Ég hef alltaf haft vilja til að bæta líðan og aðstæður annarra, sem bágt hafa átt, en framkvæmdir hafa orðið minni en ég hefði viljað. Við vitum, að yfirleitt er horft niður á þá, sem gerast brotlegir við lögin, og þeim er hegnt hverj- um einum eins og talið er að lög mæli fyrir. Nú er það vitað mál, að þeir, eða þær, sem hnepptir eru í fangelsi er sjaldnast — sú ráð- stöfun — til að gera þá, sem slíka, að betri mönn- um. Ef til vill fyllast þeir kala eða jafnvel hatri til annarra, til samborgara sinna, sem margir hverjir sniðgánga þá. Ég spyr sjálfan mig: Hvað skal gera til að bæta slíkt sálarviðhorf? Ég get ekki svarað hvaða aðferð skal beitt, en hins vegar er mér Ijóst, að hverjum þeim sem auðnast sá ásetningur að breyta eftir boðum Krists, og gerir það, hon- um eða lienni er að fullu borgið. í þessa átt get ég rnjög lítið gjört, en það litla spor er ég nú greini yður frá, getur án efa Jesús Kristur gert nægílega stórt til að frelsá slíkar sálir, jafnvel þótt um stóra afbrotamenn sé að ræða. Og með einlægri bæn til Guðs að hann geri mitt litla verk þannig, greini ég yður frá: Ég bið yður góðfúslega að láta prenta næsta blað af Aft- ureldingu í nokkuð fleiri eintökum, en hefur verið, og í því blaði látið þér vera eftirgreinda vísu með yfirskriftinni: Til fangans. 1 fangelsi magnast sorgin, maður, mannorð glatað, heilsa og kraftur þver. Allt er glatað. Ónei, vertu glaður örugg Guðs-trú hún kann nægja þér. Ef Guð vill getur trúin vaknað við leslur, því Guði er ekkert ómögulegt. Og svo bið ég að þér sendið nokkur eintök til fangavarða, með þeirri ósk að þeir útbýti blaðinu meðal fanga sinna. Ég veit að þér verðið við bón minni og hjálpið mér. Ég legg hér með kr. 200, sem er lítillega upp í kostnað og fyrirhöfn. Eg bið svo Guð að launa yður, og ég þakka fyrirfram. Ath.: Kæri bréfritari! 1 bréfi þínu er hvorki heimilis- íang né undirskrift. Ég hef því ekki neina hug- mynd um, hver þú ert. Stimpillinn á umslaginu var líka svo daufur, að ekki sást hvar það hafði verið póstlagt, en sást þó að það liafði ekki verið í Reykjavík. Ég réðst þó í það, að birta mest af bréfinu, því að það er alltaf til vitnisburðar uni það, hvernig einhver einn í hinum mikla mann- fjölda hugsar, þegar aumstaddir menn eru annars vegar. Ég hef svo gerl eins og þú baðst um, að senda nokkur eintök af Alftureldingu í fangelsin. Ritstj. sem áður var það einmitt þetta kvöld, sem mig dreymdi um, þegar ég var unglingur. Það var Guð sem sendi þig í veg minn, Roland. — Heldurðu ekki að það hafi verið Guð sem gerði það? — Því trúi ég alveg efunarlaust, svaraði Ro- land Bergman, um leið og liann þrýsti liönd henn- ar. Sá sem gengur á móti straumnum og hefur sam- félag við Guð, er á réttum vegi. Með Guði, móti straumnum og í góðum félagsskap með þeim sem maður elskar, er dásamlegt. Og hugsaðu þér, Eva, þetta gafst mér. — Og mér----------- Forsíðumyndir. Forsíðumyndin á Afturelding,u aö 'þessu slnni, er af úti- samkomu Filadelfiusafnaðarins i Laugardalnum i Heykja- vik. Á þessum dásamlega fagra stað hafa Hvitasunnumenn haft útisamkomur siðastliðin ár, um hverja heigi sumar- mánuöina, sem veður hefur leyft. Þarna eru ótal trjá- lundar, sem fjöldi manns dreifir sér um og nýtur sólar- innar og veðurblíðu. Á myndinni sést bö ekld nema aðeins í einn lundinn. Meö hátalara næst auðveldlega, með söng og vitnisburði, til fólksins hvarvetna um garöinn. Myndina tók Hulda Sigurðardóttir, Hátúni 3, Rvik. Forsiðumyndin á síðasta tölublaði Aftureldingar, sem spurt var um, er tekin af Tjörnesi, vestur yfir Skjálfanda. Eyjan, er sézt á myndinni, er Lundey, Kinnarfjöll 1 bak- sýn. — Myndina tók Lars Erik Björk. 29

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.