Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 46
Minnzt
gesla
Um miðjan júlí fyrir tveim árum, var það á
samkomu einni í Fíiadelfíu í Reykjavík, að við
veittum því athygli, að bráðókunnug fjölskylda
sat innan við miðjan sal. Það voru hjón með þrjú
börn.
Næsta sunnudag sátu þau aftur á sama stað. í
lok samkomunnar upplýstist það, að þetta voru
útlendingar. Nánar sagt norskt fólk. Hjónin kynntu
sig: Malvin og lngrid Juvík. Er hér var komiö
þá hafði fjölskyldan tekið sér atvinnu á Álafossi.
Og Malvin var yfirmaður við spunavélarnar þar.
Eftir þetta var fjölskyldan fastir samkomugestir
okkar, ekki aðeins þegar um sunnudagssamkomur
var að ræða, heldur líka á bænasamkomum og yf-
irleitt öllum samkomum safnaðarins.
Hjónin voru safnaðarmeðlimir í Hvítasunnusöfn-
uði í nálægri byggð við Bergen. Það ber oft við, að
trúað fólk frá öðrum löndum dvelji í Reykjavík
um lengri eða skemmri tíma, og sæki samkomur
í Fíladelfíu. En þessi fjölskylda hafði alveg sér-
stöðu meðal þeirra útlendinga, er hingað hafa
komið til stuttrar dvalar, og þó var dvölin ekki
svo stutt. Og sú sérstaða var á mörgum sviðum.
Þau sungu oft á samkomum okkar, ásamt fjór-
um ungum norskum stúlkum, er seinna komu til
Álafoss, að einhverju leyti fyrir kynningu hjónanna
þar á vinnustaðnum. Um ungu stúlkurnar má segja
sama og fjölskylduna. Söngur þeirra var gefandi og
uppörvaði samkomur okkar mörgum sinnum. Þau
vitnuðu einnig.
Öll umgengni þeirra hjóna og kynning við okk-
ur var svo eðiisgóð og innileg, að undir eins sam-
rýmdust þau öllu svo vel, að engu var líkara, en
þau hefðu þekkt okkur í mörg ár.
Þegar þess er gætt, að það kostaði fjölskylduna
kr. 200 að koma á samkomur okkar, er þau fóru
með áætlunarbíl, þá sýndu þau óvenjulegan áhuga
í samkomusókn sinni, bænasamkomur á laugar-
dögum ekki undanskildar.
Þau skáru líka upp eins og þau höfðu sáð. Á
þeim tveim árum, er þau dvöldu hér, sáu þau báð-
ar dætur sínar frelsast og taka biblíulega skírn.
Dæturnar voru einkar efnilegar.
Þegar fjölskylda þessi fór svo heim til lands
síns síðastliðið sumar, lét hún eftir sig almennan
söknuð í samfélagi okkar. Kveðjusamkoman var
tjáningarstund um það, að svo áberandi autt rúm,
er þau létu eftir sig, yrði ekki auðvelt að fylla.
Við þökkum þessari góðu fjölskyldu dvöl þeirra
á meðal okkar hér. Kynning þeirra öll var sem
íimur af norskum skógi. Hafi þau þökk fyrir kom-
una og megi Guð biessa þau öll ókomin ævi ár.
Á. E.
46