Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 30

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 30
OLAV RODGE: Klukkan er 9 að morgni. Frú Anderson situr við útvarpið og hlustar á barnatímann. Það er svo skemmtilegt í dag. Svolítið krislilegt blandað inní. Þannig á það að vera. Ekki samt of mikið, |)á getur það orðið óheilbrigt. Það geta hafa liðið 4—5 mínúlur, þegar útsend- ingin stöðvaðist skyndilega. Ögnvekjandi tilkynn- ing kom frá Osló: Borgin í skelfingar uppnámi. Lögreglan tilkynnir að nokkuð óvenjulegt hafi borið við. Mjög margir, ekki hægt að segja með vissu hve margir, börn og fullorðnir séu horfnir sporlaust. Lögreglan getur ekki lýst eftir hinum horfnu, því að um allt of marga er að ræða, en biður fjölskyldur sem hafa misst nákomna, að gefa svo nákvæmar upplýsingar sem framast er unnt, hvar, og hvernig allt liafi borið við. Það er nauðsynlegt að geta komizt til botns í þessum leyndardómi. Nokkrum mínútum seinna tilkynnir útvarpið, að á Stórtorginu liafi skyndilega horfið 2 sölu- menn mitt í starfi sínu. Einn viðskiptavinur, sem var kona, skýrði frá, að er hún var að greiða andvirði keyptra blóma, og afgreiðslumaðurinn taldi skiptimynt úr stóru veski, hvarf hann allt í einu. Hún heyrði hann segja: Þökk Jesús! En svo sá hún hann ekki meir. Hún néri augun, því að henni virtist bregða fyrir þokuslæðu — en mað- urinn var horfinn, og þokan sömuleiðis. Á sama augnabliki byrjaði ung kona að hljóða óhugnan- lega, jafnhliða sem hún rótaði í stórum barna- vagni. Hún liljóp um og hrópaði: „Einhver hefur stolið barninu mínu. Það var drengur 8 mánaða gamall! Hvar er hann? Hvar er lögreglan? Víst var lögreglan þar, en hvað átti hún að gera? Ur öllum áttum heyrðust hróp og köll. Stór, feit- laginn verzlunarmaður kom hlaupandi út úr verzl- un sinni, hrópandi: Hjálp, hjálp!“ Tveir af- greiðslumenn hans liurfu bókstaflega við borðið. En hvað er þetta? Einnig frá Stokkhólmi kem- ur tilkynning mn fjöldahvörf í líkingu við það i Osló. Stokkhólmsborg er í uppnámi. Þá er sagt, að rnargir lögreglumenn séu einnig meðal hinna horfnu. Og nú hefur Kaupmannahöfn og Helsing- fors tilkynnt um svipaða atburði. Úr ýmsum hér- uðum landanna streyma tilkynningarnar inn. Alls staðar hafa bæði börn og fullorðnir horfið. Lögreglan stendur ráðþrota og máttvana gagn- vart þessum leyndardómi. — 0, segir frú Anderson. Guð minn góður, hvað er þetta? Hún stendur upp og gengur út í dyrnar og lítur niður eftir götunni. Þarna kemur frú Háland. Hún heldur fyrir aug- un og hrópar hástöfum: „Ruth!“ „Ruth!“ Svo kemur liún auga á frú Anderson og spyr: „Hefur þú séð nokkurn ókunnugan fara hér framhjá? Rulh er horfin. Hún sat á tröppunum fyrir utan húsið okkar á meðan ég lagfærði í rósabeðinu, og svo var hún liorfin — algerlega horfin. Ég hrópaði og kallaði á hana, en enginn svaraði. Mér sýnd- ist eins og eitthvað fara upp með veggnum, en maður verður svo ruglaður, að maður sér og hugsar allt mögulegt. „En Ruth! Ruth,“ hvar ertu? „Hver hefur tekið hana?“ Og hún grætur í örvæntingu. Þarna kemur Anderson. „Kenrur þú heim á þess- urn tíma?“ spyr frú Anderson. „Klukkan er aðeins hálf tíu.“ — „Já, ég hélt ekki út lengur, það er allt á ringulreið niðri á verkstæðinu. Margir starfs- mennirnir eru horfnir á leyndardómsfullan hátt. Margar vélar stöðvuðust, og við héldum, til að byrja með, að orðið hefðu slys. Við leituðum alls staðar, en fundum þá hvergi. En svo fór einn, sem sagðist vera trúaður og sótti samkomur, ég man 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.