Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 40

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 40
Elskan er sterkari en dauðinn Seytjánda öldin — einkum fyrrihluti hennar — var einkennandi fyrir innbyrðis ófrið í Englandi. Þjóðin hafði risið gegn hinu margseka konungs- ríki Stúartanna. Þetta varð upphaf að langri og hlóðugri borgarastyrjöld. I þessum blóðuga hildar- leik var Jjað einkum einn maður í óvinaher kon- ungs, er bar ægishjálm yfir alla aðra. Hann hét Oliver Cromwell. Hann var maður stórgáfaður, einbeittur og skapharður. Fljótt eftir að stjórnar- byltingin hafði byrjað, myndaði hann riddaraher- deild af ungum Englendingum. í herdeild Jressa tók hann aðeins úrvalsmenn, og J)á eina, er játuðu, að þeir væru lifandi kristnir menn. Dæmi líkt J)essu er sagt að liafi aldrei J)ekkzt í veraldarsög- unni, hvorki fyrr né síðar. Hersveitir konungs gerðu gys að Jressum hermönnum og kölluðu ])á „hina guðlegu drekariddara.“ En J)að var ekki lengi, sem óvinir þeirra í konungshernum spottuðu þá, því að þeir fengu fljótt ]>að orð á sig, að þeir væru ósigrandi hersveit. Spottið snerist })ví óðara up|) í ógn hjá óvinum þeirra, er þeir töluðu og liugs- uðu um hina ægilegu „járnsíðu“ er Cromwell vann hvern stórsigurinn á fætur öðrum með. Innan tíðar var hann viðurkenndur öflugasti mótstöðumaður konungshersins og konungsríkisins. Óðar en leið komu líka fleiri og fleiri feigðar- boðar í ljós um það, að konungshásætið væri að falli komið. Það er ekki létt að draga upp rétta mynd af eiginleikum Jæssa sérkennilega persónuleika, sem Cromwell var. í skapgerð hans var harðneskja einna mest áberandi. En |)ar var líka ógnvekjandi drottnunargirnd og skefjalaus metnaður. Ef þessir látra kemur frá Drottni, liann er hæli ])eirra á neyðartímum.“ Lesið þetta, hugleiðið það, trúið og breytið síðan samkvæmt hvatningu orðanna í þessum sálmi, og Guð mun taka angistina burtu úr hjörtum vðar. sterku drættir í skapgerð hans hefðu ekki verið eins áberandi og raun bar vitni, hefði hann ann- ars kannski komið fyrir sjónir margra, sem frá- bær trúarhetja, í líkingu við Samúel eða Elía, mað- ur sem eftir ráði Guðs hefði verið kjörinn til þess að útrýma hinu illa með harðri hendi. Það er gott að við Jmrfum ekki að fella dóm yfir Cromwell. Eftir að Cromwell liafði í blóðugum bardögum sundrað og gersigrað Iiinn konunglega her, sett konunginn af hásætinu og sent hann til aftöku árið 1649, gerði hann sjálfan sig að æðsta manni enska lýðveldisins og gaf sér titilinn „forstöðu- maður ríkisins." Nú kom það á daginn, að Irland, sem var ka- ])ólskt land, vildi ekki beygja sig fyrir ])essum máttuga einræðisherra. Og það vildi Skotland ekki lieldur. Viðbrögð Cromwell urðu snögg, eins og fyrridaginn, er liann komst að þessu. Hann skar upp herör gegn báðum þessum löndum og fór á móti J)eim með voldugan her og lagði bæði löndin undir sig í þeim blóðuga hildarleik, sem báðar J)jóðir minnast enn ])ann dag í dag með hryllingi. í þessum æsilegu bardögum hafði írskur aðals- maður veitt næstum ofurmannlega mótstöðu, með eindæma hugprýði. En um siðir var hann tekinn lil fanga og leiddur fyrir herrétt. Þar var hann dæmdur til dauða umsvifalaust. Dóminum skvldi fullnægt næsta dag, er myrkt væri orðið að kvöldi. Á augabragði liafði Cromwell staðfest dóminn með einnm hraðdregnum pennadrætti. Einræðisherrann sat í vinnuherbergi sínu, þeg- ar yfirboðliði hans kom inn til hans og leiddi við hönd sér unga konu. Það leyndi sér ekki að þján- ing og sorg hafði sett djúp mörk á andlit Jressarar ungu konu. Þetta var eiginkona þessa dauðadæmda aðalmanns, er hafði veitt Cromwell einbeittasta mótstöðu. Unga konan kastaði sér samstundis á kné fyrir fætur Cromwells og leit í andlit hans og hrópaði í angist: 40

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.