Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 15
innar varð hugur minn og hjarta barmafullt af himneskri hamingju, sem varir enn í dag. Ég finn að sú hamingja er óþrjótandi, því hún er gefin af Jesú Guðs syni. Ein af fleirum raunverulegu sönn- unum þess í mínu daglega lífi, er sú, að blótsyrði eru mér ekki lengur til í hjarta, en áður voru þau mér daglegur ávani. Þau hafa verið gersamlega numin burt án minnar vitundar, líkt og meinsemd eða skemmd í líffæri. Ég lofa Drottin minn og frelsara aldrei nóg fyrir lians miklu náð og blessun, sem liann hefur leitt mig inn í. Jesús er mitt leiðarljós, fögnuður, líf og friður. Lofað sé hans heilaga nafn um eilífð alla. Kristmunda Brynjúlfsdóttir, II veragcrói. Draumur plantekrueigandans Gróðursetjari nokkur í Suðurríkjum Ameríku dreymdi nótt eina, að ríkasti maður í því landi mundi deyja kl. 6 næsta morgun. Sá orðrómur var á kreiki að hann sjálfur væri vellauðugasti maður landsins, svo nú gerðist hann mjög órólegur vegna draumsins. Hann vakti konu sína og skýrði henni frá ótta sínum. Hún reyndi að sefa hann og sagði að þetta væri bara draumur. En hann var kvíða- fullur og sendi eftir lækni sínuin til að skoða sig. Læknirinn sagði hann vera heilbrigðan og að hann þyrfti ekkert að óttast. Samt sem áður fékk hann læknirinn til að bíða hjá sér til morguns. Klukkan var sex og rúmlega það og ríki maður- urinn dó ekki. En hann hafði ekki liugsað mikið um afstöðu sálar sinnar. Hann sagði því við lækn- irinn: — Áður en þú ferð vildi ég gjarnan að þú gengir með mér til kofa nokkurs á einni plant- ekrunni minni, þar sem mjög tpiaður svertingi býr. Ég vildi að þú hittir liann, hann er í sann- leika dásamlegur gamall maður. Þeir fóru til kof- ans og drápu á dyr. Enginn ansaði. Þeir börðu aftur en enginn kom til dyra. Þeir fóru því inn í kofann og þarna í gömlu hengirúmi lá andvana líkami svertingjans. Læknirinn sagði eftir skoðun Þetta viljum við vita Undanfarin mörg ár hefur „Hemmets Ván“, sem er mjög þekkt kristilegt blað í Svíþjóð, haft ákveðna síðu í blaðinu fyrir spurningar frá lesendum blaðs- ins. Spurningum þessuin hafa svarað valdir menn. Annar þeirra er Stanley Sjöberg, sem er annar forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Stokkhólmi. Faðir lians, Tage Sjöberg, hafði svarað spurning- um blaðsins í mörg ár, en þegar hann lézt á síð- astliðnum vetri, var sonur hans beðinn að koma í skarð föðurins. Hinn manninn þarf varla að kynna fyrir íslenzkum lesendum. Það er Billy Graham. Vegna þess að ætla má að lík vandamál og spurningar þekkist meðal Islendinga, verða með þessu töluhlaði Aftureldingar teknar upp spurn- ingar úr fyrrnefndu blaði og svör við þeim frá nefndum mönnum. Verður þetta gert til fróðleiks og íhugunar fyrir lesendur Aftureldingar, nú og eftirleiðis. Spumingar og svör. Spurning: „Óþekkt“ skrifar og segist hafa drýgt stóra synd, þegar hún var ung. Nú spyr hún, livort hún megi vænta þess að þessa synd liafi Guð fyrirgefið sér. Svar: „Já, kæra móðir! Nú skuluð þér ekki láta þessa synd kvelja samvizku yðar. Þér hafið játað þessa synd og flúið frá henni fyrir meira en 30 árum síðan. sína, að um það bil klukkutíma væri liann búinn að vera dáinn. En þá var klukkan sjö. Biblían segir: Einn þykist ríkur en á þó ekkert, annar læzt vera fátækur en á þó mikinn auð. — (Orðskv. 13, 7). úr Herald 01 Falth- 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.