Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 44

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 44
arbókin 13:4 setur íram spurninguna: „Hver jafn- ast á við liann og hver getur barizt við hann?“ Daníelsbók 2:31—44 getur um draumsýn á risa- vöxnu líkneski, meðal annars af járni og leir, sem sýna skildi heiðindóminn. Andkristur vill sameina járnið og leirinn í sýn Daníels. Hann vill vinna að endalokum á sorgarleik mannkynssögunnar. Járnið og leirinn þýða einveldi og lýðræði. Hann vill sameina austrið og vestrið, svart og hvítt og vera allt í öllu fyrir mennina. Ný þjóðfélög munu fylgja honum og gömul jjjóðfélög munu fylgja skoðunum hans fast eftir. Hann mun virðast eina mannveran, sem hefur svör við öllum vandamálum. Hann mun verða skarpvitrasti stjórnmálamaðurinn, sem heimurinn hefur nokkurn tíma Jjekkt og ef ein- hver talar á móti honum munu fylgjendur hans krefjast jress að slíkur maður verði einangraður eða jafnvel tekinn af lífi. Og þó mun Andkristur tala opinberlega á móti Guði og Jesú Kristi. Andkristur mun ennfremur koma fram sem for- ingi hinna afvegaleiddu fylgjenda óeðlilegs kyn- ferðislífs. Jesú sagði: „Sömuleiðis eins og var á dögum Lots: Menn átu, drukku, keyptu, seldu, gróðursettu og reistu hús. En á þeim degi, er Lot fór úr Sódómu rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi þeim öllum. Eins mun verða á þeim degi, er mannssonurinn opinberast" Lúk. 17, 28—31. Forustumenn Sódómu voru sódómidar, það er þeir voru kynvillingar. Nokkrir þeirra komu jafn- vel til húss Lots og kröfðust til tilbreytingar að fá að hafa ósiðlegt samband við englana tvo, sem komið höfðu í heimsókn. 1 Daníelsbók 11,37 segir Biblían að Andkristur muni hvorki „skeyta um Guð feðra sinna eða óskir kvenna.“ Þessi undarlegi maður mun leiða heim- inn út í losta og siðferðislegan óþverra. Þetta mun heiminum líka. Heimurinn mun lofa hann fyrir að vera svo frjálslyndur. Geðlæknar munu lýsa yfir, að hann sé hin fullkomnasta lifandi mann- vera. Kynvilla fer um heiminn eins og snjóskriða. Guð hatar jíetta næstum meira, en nokkra aðra synd. Nú þegar hafa forustumenn nokkurra ríkis- stjórna formælt þessum ljóta sið. Samkvæmt Opinberunarbókinni 13,13, mun Andkristur efla spásagnir, lófalestur, draumaráðn- ingar, spásagnir eftir kristalskúlu og alls konar stjörnuspádóma. Hið vonda fólk, sem hann styður í þessu guðleysi, munu lýsa yfir, að hann sé yfir- náttúrlegur. Það mun sega, að línurnar í höndum hans, rithönd hans og stjörnurnar á himninum sanni, að hann sé yíirnáttúrlegur. Það mun sverja, að liann sé sá sérstaki, sem heimurinn hafi heðið eftir um þúsundir ára. Fólkið mun snúa sér að galdra ófögnuði. Vald Satans mun vera mjög sterkt um allan heim af því að Andkristur mun vera andatrúarmaður (spíritisti). Jafnvel þó að hann sé spíritisti að því er trúar- játningu snertir, mun hann samt koma fram, sem trúarleiðtogi almennt og hafa samband við öll kirkjufélög. Hann mun verða boðinn velkominn af öllum trúarbrögðum og talinn vera hinn full- komni leiðtogi til að ná einingu innan hinna ýmsu trúarbragða. Hann mun telja sér frjálst að tilbiðja Guð í samkunduhúsi Gyðinga, að flytja messu í kaþólskri kirkju, að falla fram í tilbeiðslu í must- eri Múhameðstrúarmanna eða fara í musteri Búdda og tilbiðja hann. Hann mun gorta af vizku sinni. „Ég er allt í öllu fyrir fólkið.“ Þannig er sá heim- ur, sem við lifum í í dag. Samt vinir mínir, þegar dómur Guðs kemur, mun mannkynið vita sannleikann. Það mun sjá, að And- kristur er frá Satan. En það verður of seint. Hið fagra tákn, sem hann hefur verið fyrir það. Hið skrautlega merki, sem hann hefur sett á líkama þeirra, mun sýna sig að vera frá helvíli. Fólkið mun uppgötva, að Andkristur er í raun og veru fjand- samlegur Jesú Kristi, en það mun verða of seint. Biblían segir, að sérhver, sem fylgi Andkristi muni verða dæmdur. Þetta er yfirlit yfir það sem raunverulega mun gerast á jörðinni. Þér æltuð að ákveða nú livort þér viljið fylgja Jesú eða vegurn heimsins. Með Andkristi svarar Satan Guði. Guð leiddi fram Jesúm frelsara heimsins. Satan kemur með Andkrist. Hann er Satans „frelsari“ heimsins. Vér verðum að ákveða hvorn frelsarann vér viljum. Þér segið við sjálfa yður, „ó, þegar tíminn kemur mun ég taka ákvörðun.“ En það getur orðið of seint þá. Jesús scgir, „enginn getur þjónað tveimur herrum af því að annað hvort mun liann hata ann- an og elska hinn eða aðhyllast annan og lítils- 44

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.