Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 19

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 19
Ógleyman- legir ágúst- dagar Sunnudaginn 20. ágúst vígðu Hvítasunnumenn samkomuliús á Vopnafirði. Rétt fyrir þá helgi fóru nokkurir vinir þangað austur af þessu tilefni. Undanfarin mörg ár hafa vinir okkar á Vopna- firði verið að byggja -þetta fallega hús fyrir starfið þar á staðnum. Mest hefur þar komið við sögu hinn óvenjulcga dugmikli og ósérhlífni maður, Aðal- steinn Sigurðsson og Sveinn bróðir hans. Sú saga' verður þó ekki sögð með réttu, nema minnzt sé á þátttöku Sigurmundar Einarssonar í því verki, svo og fleiri trúsystkina þar á staðnum. En fyrst og fremst er það að þakka Guðs hjálp og náð, að þetta hús stendur nú fullbyggt, og hægt var að vigja það nefndan ágústdag á síðastliðnu sumri. Húsið er tveir salir, annar minni og hinn stærri. Þá er hin ágætasta íbúð fullgerð fyrir starfsmann og fjölskyldu. íbúðin er þrjú rúmgóð herbergi, ásamt rúmgóðu eldhúsi. Auðséð er á öllu að þarna liafa vandvirkar hendur unnið að öllu, allt frá grunnsteini að þaki. Þar má segja, að verkið lofi meistarann. Vígsluhátíðin fór fram kl. 2 nefndan sunnudag. Sól skein í heiði þennan dag. Það fvrir sig var yndislegt. Hitt vakti okkur þó miklu meiri fögnuð að guðshúsið, sem vígt var, var yfirfullt, svo að bera varð inn mörg aukasæti. Daníel Glad Ieiddi samkomuna, Sigurmundur Einarsson lýsti ýmissu í sambandi við byrjun starfsins og áframhald og Ásmundur Eiríksson flutti vígsluræðu. Allt fór vel fram og bar vitni um nærveru Guðs og blessun hans yfir allri athöfninni. Bæði fyrir og eftir sunnudaginn voru vakningar- samkomur haldnar á Vopnafirði við góða aðsókn. Á mánudag þurftu nokkurir að hverfa heim á leið af þeim sem komu að sunnan. En allt fyrir það var samkoman um kvöldið með ágætum. Þá skírðust 4 biblíulegri skírn, en það er alltnf ytra tákn þess, sem fram hefur farið í hjartanu (Post. 2, 37—38). Eftir skírnina neyttu yfir 20 manns kvöldmáltíðar Drottins. Var þetta óviðjafnanleg stund og ógleymanleg með öllu. Vegna þess að þetta var ekki ákveðið fyrr en í lok þessarar sam- komu, voru ekki allir viðstaddir á þeirri stund, sem hefðu viljað það, þar sem þeir vissu ekki um að komið yrði saman kringum borð Drottins. Það er ósk okkar að Drottinn megi leiða starfið á Vopnafirði eins farsællega á komandi tíma og hingað til hefur einkennt það. Allar likur eru fyrir því að fastur maður fari þangað austur nú innan skamms tíma til þess að taka starfið að sér. Verði Guðs vilji með þessa blómlegu byrjun á Vopnafirði á allan hátt. Megi hún verða hvöt fvrir marga aðra litla hópa til þess að vinna trúlega að verki Drottins, hver á sínum stað. Á. E. EF ÞIÐ VILJIÐ VITA Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykjavík hefur reglu- bundnar samkomur árið um kring, þessa daga. Vakningasamkomur alla sunnudaga kl. 8. Fimmtudaga kl. 8:30. Þriðjudaga ýmist biblí- lestra eða bœnasamkomur. Allir eru hjartan- lega velkomnir á samkomur þessar, bœði inn- anbœjarmenn og utanbœjar. 19

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.