Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 20
MARIE MANIRE COPMAN: Aðeins ung stúlka „En þú ert aðeins ung stúlka.“ Mary Slessor brosti góðlátlega, þegar eldri bróðir hennar, Robert, sagði þetta við hana. „Hverju breytir það, þó að ég sé aðeins ung stúlka, eins og þú segir? Getur GuS ekki varð- veitt mig í Afríku, eins og lieima í Skotlandi? Hef- ur hann ekki séð fyrir þörfum heimilis okkar í öll þessi ár, og varðveitt okkur á undursamlegan hátt?“ Þau mundu bæði vel eftir því, hvernig æskuár þeirra höfðu verið. Faðir þeirra var drykkjumað- ur og þau höfðu þurft að fara að vinna fyrir sér, áður en þau höfðu náð 10 ára aldri. Guð hafði einnig gefið Mary litlu styrk til að halda áfram að vinna í verksmiðjunni. Á þann hátt gat hún hjálp- að til að klæða og fæða hin fjögur systkinin þeirra, sem voru yngri en þau. Mary hafði hlustað með athygli, þegar móðir þeirra barnanna, hafði verið að lesa fyrir þau um hina myrku Afríku, og David Livingstone var söguhetja hennar. Hún var mjög snortin af því að heyra, hvernig þessi maður, sonur fátæks vefara í Sko'landi, liafði farið til Afríku og orðið braut- ryðjandi kristniboðsins þar. Næstu 10 ár hélt hún áfram að vinna í verk- smiðjunni. Hún hafði lítinn tíma til að lesa Guðs orð og biðja, þar sem hún vann frá morgni til kvölds. Einustu tækifærin sem hún hafði voru, er hún gekk til vinnu sinnar á morgnana og heim á kvöldin. En alltaf var þessi þrá í hjarta hennar, að geta gert eitthvað fyrir Afríku. Einhverntíma skal ég segja þessum grimmu mannætum söguna um Jesúm. Og einhverntíma skal ég vinna að því, að afmá þrælahaldið. Einhverntíma, einhverntíma. Kvöld eitt er hún fór frá vinnu sinni, kom hóp- ur af óhreinum og fátækum börnum frá umhverf- inu og réðust á hana. Þau höfðu næstum slegið hana til jarðar, er þau hlupu í hendingskasti á brott. Gegnum þennan atburð talaði Guð til hennar um þörfina heima fyrir. „Það eru til heiðingjar í Skotlandi líka,“ hugs- aði hún. Eftir það byrjaði hún að halda sunnu- dagaskóla og heppnaðist að vinna mörg börn fyrir Krist. Og ungir menn á götum úti, sem voru með alls konar hótanir við hana, vegna þess að hún þorði að tala við þá um trúmál, dáðust í hjörtum sínum að hugrekki hennar og sumir þeirra snérust til trúar. Loksins kom timinn að kristniboðsfélag eitt í Skotlandi, vildi senda hana út sem kristniboða til Afríku. En þá kom nýtt áhyggjuefni. Ilver átti að annast móður liennar? En móðir hennar tók það með stillingu. Hún átti tvær dætur heima ennþá. Ilún sagði: „Farðu elskan, við mæðgurnar ber- um umhyggju liver fyrir annarri.“ Þegar Mary steig í land í Calabar í Afríku, var hún 21 árs gömul, eða nákvæmlega við sama ald- ur, sem söguhetja hennar, Livingstone hafði verið, er hann fyrst kom til þessa lands. Hún staðnæmd- ist fyrst í þorpi, sem hét Duke, til þess að læra málið og siðvenjur fólksins. Þar var hún kyrr í fjögur ár. En heitasta þrá hennar var að komast lengra inn í landið. Hún vildi boða þeim fagnað- arerindið, sem aldrei höfðu heyrt það áður. Að lokum fékk hún ósk sína uppfyllta, er kristniboðs- félag hennar sendi hana til gamals þorps, þar sem enginn kristniboði hafði stigið fæti. Hún varð ein- asta hvíta konan í þorpinu. Þegar hún kom þangað, komu allir bæjarbúar hlaupandi á móti henni. „Ma er komin, Ma er komin!“ hrópuðu þeir. Þannig köllnðu þeir þessa hvítu konu. Mary vann traust þessa fólks fullkomlega, með því að lifa sínu daglega lífi eins og það lifði. Hún bjó í kofa, sem var næstum eins og kofarnir þeirra og hún borðaði sama fæði og þeir. Þegar þeir komu til hennar, og sögðu henni frá vandræðum sínum, hlustaði hún á þá, og þeir fundu, að hún 20

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.