Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 7
Temjir jþú þér bindincíi, og leyfir þér ekkert sam-
líf á undan hjónabandi, getið þið gefið hvort öðru
það, sem þið hafið ekki gefið neinum öðrum. Þá
getið þið bæði tvö lagt allar tilfinningar ykkar í
hjónabandsástina, sem maður og kona eiga yfir
að ráða, til að uppbyggja frá byrjun hreint hjóna-
bandssamlíf með allri farsæld í fjölskyldulífi, er
því á að fylgja.
Fylgir þú þessari meginreglu, getur þú gefið kær-
leikanum mikið rúm í lífi þínu, án þess að skaða
hamingju annarra einstaklinga eða fjölskyldna.
Þér er leyfilegt að láta þér geðjast að einum og
öðrum, án hjónabands, svo fremi að engin hugsun
til samlífs ráði hugsunum þínum eða gerðum.
Ef þú setur þér það markmið að samlíf komi
ekki til greina án hjónabands, forðar það þér frá
þeirri hættu að verða fórnarlamb annarra. Hinn
brezki rithöfundur J. B. Priestley heldur því fram,
að sá sem elskar sé reiðubúinn að fórna öllu, sem
honum er kært fyrir þann sem hann ann. Þess
vegna er sérhver ástvakin manneskja auðunnin
bráð fyrir samvizkulausa einstaklinga, ef viðkom-
andi varðveitir ekki hreinleika sinn í það ýtrasta.
Bindindi á undan hjónabandi gefur þér örugg-
leika fyrir því, að þú ekki táldragir sjálfan þig
óafvilandi. Til er sú hætta, að þú gefir ást þína
þeiin mótparti sem er hennar ekki verður. Þú get-
ur orðið haldinn ýmissum hugmyndum í undir-
meðvitundarlífi þínu, gyllandi og töfrandi. Af því
getur leitt, að þú uppgötvar raunverulega ekki hina
réttu eiginleika hans eða hennar, sem þú ert hrif-
inn af. Þegar þér finnst þú vera einmana, yfirgef-
inn eða sniðgenginn, freistastu gjarnan til tauga-
veiklaðrar óskhyggju. Þú sannfærir sjálfan þig um,
að þú elskir mótpartinn raunverulega, en réttilega
ert þú að sleikja þín eigin sár. Og það sem þú
sagðir við sjálfan þig að væri raunverulega „sönn
ást“, er ekkert annað en tilraun til þess að sleppa
burt frá vandamálum þínum.
Þú getur komizt alveg hjá því að láta tilfinn-
ingar þínar lokka þig til samlífs á undan hjóna-
bandi með því að temja þér þessar varúðarreglur
sem ég nefni hér:
1. Að vera á verði gagnvart sínum eigin, upp-
næmu, ástvöktu óskum, og með því að finna þér
leiðir til að komast aftur í jafnvægi, án þess að
hafa látið tilfinningar þínar lokka þig til verkn-
aðar, sem þú iðrast eftirá.
2. Ifafnaðu öllum félagsskap með þeim sem að-
eins ana áfram, án þess að hugsa nokkurn hlut
um sjálfsagðar siðferðisreglur, og sem þú finnur
með sjálfum þér, að samsvara ekki þínu sigferðis-
skyni.
3. Settu hvorki siðsemi þína né mannorð nokk-
urntíma í tvísýnar kringumstæður. Það er aldrei
hættulaust fyrir þig og þann sem þú ert hrifinn
af, að vera tvö ein í svefnherbergi, á hótelherbergi,
tjaldi eða baksæti í bíl. Allar þessar kringumstæð-
ur og fleiri líkar geta vakið hættulegar freistingar.
4. Þú skalt ekki gera of lítið úr tilfinninga-
hneigð þinni við mótaðila þinn. Atvik geta allt
í einu orðið til, sem freista meira en fyrirhugað
var, og þú tókst ekki með í byrjun.
5. Þú og sú sem þú elskar, ættuð ávallt að taka
ykkur eitthvað fagurt og göfgandi fyrir hendur.
Leita uppi góðar stundir með öðru æskufólki, því
að það er ekki hyggilegt að vera alltof mikið sam-
an tvö ein.
6. Varastu að bindast stúlku eða karli fyrr en
þú ert örugglega viss um tilfinningar þínar. Þegar
tvö sem eru ung eru orðin alveg viss um það að
þau skuli ganga veginn saman, geta þau fyrst farið
að gera ráðstafanir í sambandi við hjónabandið,
án nokkurrar áhættu gagnvart löngum eða skömm-
um trúlofunartíma.
7. Varastu, ungi maður, að segja við þessa og
hin unga sstúlku „ég elska þig“, og telja þér nauð-
synlegt að þú þurfir að hafa gagnkvæma kynn-
ingu við stúlkuna til þess að sannfæra hana um að
þú elskir hana.
Þegar þú hefur endanlega ákveðið þig í því að
kvænast þeirri, er þú hefur valið að ganga með
lífsveg þinn, getur þú tjáð henni ást þína á rnarg-
víslegan hátt. Þið uppgötvið mikla gleði í því að
finna upp gagnkvæmar aðferðir til þess að auðsýna
hvort öðru nærgætni og kærleika. Hafið þið orðið
sammála um, að þið viljið bíða með „samlíf“ þang-
að til þið eruð gift, þá er það miklu léttara fyrir
ykkur að njóta í ríkasta mæli margháttaðra gleði-
linda, sem fylgir festartímanum.
7