Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 5
ar, svo að eSIishvötin til þess að bjarga sér, hafSi knúiS þorpsbúa til þess aS flýja frá óhjákvæmi- legri gjöreySingu. Þeir höfSu lagt á flótta í mik- illi angist frá fæSingarsveit sinni, til þess aS fá að lifa. Hvers vegna gerum við svo, þegar GuS krist- inna manna lofar okkur eilífu lífi? Það var vit- undin um þetta, sem hafði gefið henni hugrekki til þess að taka ákvörðun um að vera kyrr, þegar allir aðrir flúðu. Unga stúlkan batt kúna við stein og færði stein- inn að grænum grasbletti er varð á vegi hennar. Því næst fór hún og sótti henni vatn að drekka. Á þessum litla bletti jarðarinnar var enginn annar en þessi unga stúlka. Hér var engin hreyf- ing á neinu, ekki hið minnsta liljóð, sem bar vitni um mannlegt líf. Meira að segja fuglar loftsins og dýr merkurinnar, voru hljóð sem gröfin. Brjóst ungu stúlkunnar fylltist af örvæntingu. Nokkur andartök virtist henni, að hún ekki ætla að fá vald yfir tilfinningum sínum. Hvað hafði hún gert er hún lokaði dyrunum fyrir þeirri einu mögulegu hjálp er hún hafði ráð á? Þráin eftir að lifa varð altæk og byllti sér í brjósti hennar. En hvernig? Hvernig? Gráturinn brauzt fram og blinduð af tárum hljóp hún til leynistaðar síns. Þessi litli hellir við fjallsræt- urnar, hafði verið heimili hennar undanfarinn langan tíma. Meðan hún þreifaði sig fram, and- varpaði hún: „Ó, þú Guð kristinna manna, vertu með mér. Sýndu mér hvernig. . . . sjáðu fyrir mér, þangað til ég þarfnast þess ekki lengur. . . . og síðan. . . . hversu lengi og erfitt það verður. . sýndu mér.. .“ Hún mælti þessi orð með flaustri um leið og hún kastaði sér niður á kné sín. „Sýndu mér, ó Guð, hvernig ég get öðlazt eilíft líf.“ Nú var nráttur hennar að þrotum kominn. Höfuð hennar hneig máttvana niður á brjóstið. Enda þótt lnin ekki hefði þekkingu á því, í hvaða stellingu biðjandi maður ætti að vera, höfðu hendur hennar ósjálfrátt fundið formið. Hún kraup þarna, tæmd af kröftum, meðan hjarta hennar harðist af örvæntiningarfullri von. Hún spennti greipar og átök grannra fingranna voru svo mikil, að hnúarnir hvítnuðu. Djúp andvörj) fóru yfir varir hennar í sífellu. Einkennilegt. Hún fór að finna innra með sér, hvernig kyrrð og friður kom hægt og svalandi yfir hugsanir hennar og tilfinningar. Hún fann, hvernig þreytan vék fyrir innri vellíðan, taugar hennar og vöðvar fengu aftur sinn eðlilega styrkleika. Var það kannski raunveruleiki sem henni fannst: að hlý og hvílandi hönd væri lögð á enni henn- ar andartak? Dreymdi hana, að mild rödd hvísl- aði: „Ég skal ávallt vera með þér.“ Hún stóð upp. Það skipti nú engu máli, hvað henni mundi mæta. Ekki heldur skipti það nokkru, hve langan eða skamman tíma það mundi taka. Hún vissi, að Guð bar umhyggju fyrir henni. Jafnvel fyrir hin- um allra minnstu bar hann umhyggju. Með nýju hugrekki fannst henni hún taka næstu skrefin. Þegar hún kom að hellismunnanum, færði hún til hliðar trjágreinarnar, sem leyndu inngang- inum. Augu hennar voru hreinþvegin í laug tár- anna. Andlit hennar Ijómaði af nýrri von. Orð hennar, mild og huggandi, náðu eyrum aum- staddrar mannveru, sem lá helsjúk, hungruð og hjálparvana á lítilli mottu á hellisgólfinu. Að þetta krossmark var ekki löngu liðiö lík, var að þakka umhyggju þessarar ungu stúlku. — Það er ég, afi, ég er hérna, sagði hún mild- um orðum. Innfallin augu öldungsins litu upp á ungu stúlkuna. Augun töluðu kærleika. — Hvers vegna flúðirðu ekki burt héðan, dóttir mín? Rödd hans var mjög veik. -— Ég bað þig þó síðastra orða að gera það. Unga stúlkan færði sig nær sjúklingnum. Hún lagöi höndina á enni hans. — Þreyttu þig ekki, elsku afi minn, sagði hún kærleiksríkri röddu. Ég þarf að tala svo mikið við þig, um Guð, þennan Guð, sem kristni maðurinn talaði tim við okkur. ... og það, hvernig ég veit nú, að þetta er raunveruleiki. .. . um kærleika hans til okkar allra, já, jafnvel til okkar, sem lif- um í hellum. ... og eilíft líf.---------- En fyrst skulum við hafa mjólk í kvöldmat. Við höfum eina kú, sem lifði af ógnirnar. Ég ætla nú að ganga til baka aftur til að mjólka hana. Og á meðan þú drekkur mjólkina kvölds og morgna og heilsa þín styrkist, ætla ég að segja þér frá HONUM, sem þeir kalla DROTTIN. Sagt á lslenzku A. E. 5 L

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.