Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 6
Grein sú sem hér fer á eftir er tehin úr nýútkominni bóh „Varför vánla till man ár gifl?“ Greinin birtist áSur í „Hemmets Ván“. Hvað eigum við að gera, ef við elskuin hvort annað? Þið þurfið ekki að gera neitt. Tíminn hefur liðið og þú hefur fest ást á vissri persónu. Þetta hefur borið við áður og það mun halda áfram að bera við. Þetta má ekki þýða það, að heitar tilfinningar þínar leyfi þér að lifa saman við mótpart þinn á undan hjúskapardegi þínum. Þótt þú finnir að einhver persóna falli þér vel í 6 geð og þú laðist að henni, gefur það þér ekki heim- ild til gagnkvæmra kynna á öllum sviðum. Svo fremi að þú viljir ekki viðurkenna fjölkvæni, sem ég veit þú gerir ekki, þá hleypur þú ekki að því að giítast sérhverjum aðila, sem þú fellir til skvndi- tilfinningar. Að hlaupa í eina rekkju með hverri manneskju, sem vekur ásthneigð þína, er ekki að- eins óeðlilegt, heldur bæði furðulegt og hneykslan- legt. Viljir þú áskilja þér það frjálsræði að stofna til vinsamlegra kynna, bæði meðal karla og kvenna, giftra og ógiftra, þá skaltu þó að minnsta kosti setja þér það mark að eiga ekki samlíf við mótkyn þitt, fyrr en þú ert gift honum eða henni. Auðvitað muntu elska þann aðila, sem þú giftist. Hvers vegna I eigum við að bíða?

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.