Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 25
urinn fæddist. Svipur hennar bjó yfir sorgbitinni ró, sem einkennir það fólk, sem hefur margt mis- jafnt reynt í hinum erfiða skóla lífsins. ■— Ég gat ekkert um hinn undursamlega atburð hið storma- sama aðfangadagskvöld í björgunarbátnum á Norður-Atlantshafi. En þegar hún fór að segja frá, fór ýmislegt að skýrast fyrir mér, sem hafði verið torskilið allan tímann. „Ég liafði verið svo óróleg síðustu dagana fyrir jól, þegar drengurinn minn týndist. Mér var það Ijóst, að hann var í hættu, og ég gat ekki sofið á nóttunni, heldur bylti mér fram og aftur á kodd- anum. Á aðfangadag tók ég rögg á mig við vinn- una, svo að allt væri í röð og reglu fyrir hátíðina. Engu að síður leitaði óróinn sífellt á mig og mér var þungt um lijartarætur. Það var snjókoma úti og vindur, og rökkrið livíldi þungbúið yfir litlu húsunum milli klettanna. Þegar klukkan var um það bil 3 e. h. settist ég við ofninn með gamla gítarinn minn. Það var eitthvað, sem þrýsti á mig innanfrá og vildi láta mig syngja, ég gat ekki staðið gegn því.“ „Hvað var það, sem þér sunguð, frú mín góð?“ spurði ég ákafur, þó að ég væri öruggur um svarið: „Ég er á langferð um lífsins haf Og löngum breytinga kcnni.“ „Drengnum mínum þótti svo vænt um þennan söng og liafði alltaf þótt það frá því að hann var lítill drengur. Við höfðurn oft sungið hann saman í sorg og gleði. Ég sneri andlilinu út að gluggan- um. Skyndilega tók ég eftir því að dimmt skýja- þykknið gliðnaði sundur, og sólin gægðist inn í stofuna til mín og glampaði á kirkjuturninn rétt handan við götuna. Það var eins og kveðja frá hæðum: Ótlist ekki, ég er meS ySur alla daga allt lil enda veraldarinnar. Ég söng öll versin og meðan ég söng fann ég undursamlegan frið streyma inn í hjarta mitt. Drengurinn minn var dáinn, það vissi ég. En ég vissi einnig að honum leið vel.“ Þegar ég sagði sögu mína, lilustaði hún róleg án þess að tárfella. En andlil hennar ljómaði af innri birtu, þegar hún þakkaði mér og sagði það sama, sem ég segi við ykkur: Það er meira á milli himins og jarðar, en við mennirnir skiljum. (Tekið úr Rödd í óbyggð). Ræningjabæli breytist í bænahús Framh. af bls. 18. „Guði séu þakkir,“ sagði ég. „Hann getur og vill það, alveg eins og Drottinn Jesús fyrirgaf fé- laga þínurn á krossinum.“ „Biddu fyrir mér, að það megi verða,“ og það varð. Guð hreinsaði hina blóðidrifnu samvizku og gaf frið. „Félagar,“ sagði foringinn, „við munum í öllu falli deyja. Þess vegna skulum við verða heiðar- legir menn þennan stutta tíma, sem eftir er. Ég ætla að játa fyrir yfirvöldunum allt sem við höf- um illt gert.“ „Gerð þú það ef Guð vill það,“ sögðu þeir allir liinir í kór. Leiðtoginn gerði svo opinbera játningu, sem lög- reglunni kom mjög á óvart. En þó urðu yfirvöldin ennþá meira undrandi, þegar hann sagði þeim að bænir og prédikun N. N. hefði orðið orsök að auð- mýkt hans og játningu og þeirri hugarfarsbreyt- ingu, sem allir sæu að orðin væri á honum. Þetta hafði stórkostleg áhrif á kommúnistana og átta dögum síðar var N.N. látinn laus. Bróður N.N. var tilkynnt að hann væri frjáls ferða sinna. Hann fagnaði því að losna úr fanga- klefanum og sjá dagsljósið og mæta ástvinum sín- um heima. En jafnframt hryggur er hann leit andlit fanganna, vina sinna, sem eftir urðu. „Þú hefur verið okkur faðir,“ sagði leiðtoginn, „þú hefur kennt okkur að hiðja, svo að við getum dáið rólegir og fagnandi.“ „Já,“ svaraði N.N., „við munum hittast frammi fyrir hásæti náðarinnar,“ og hann kyssti þá alla bróðurkossi að skilnaði, prestinn, majórinn og sérhvern ræningjanna. „Að minnsta kosti var þetta bezti tími lífs míns í fangaklefanum,“ fullvissaði hann okkur um, þeg- ar liann sagði frá þessum atburði. Eitt sinn sagði sonur Guðs um Gyðingana, að þeir hefðu gert musteri Guðs að ræningjabæli, en það átti að vera bænahús. Hér aftur á móti hafði náð Guðs notað vitnisburð lærisveins Drott- ins Jesú til þess að umbreyta ræningjabæli í bænahús. Það var ekki einungis að presturinn lærði að biðja, heldur auk þess heill hópur ræningja, sem fundu veginn til Paradísar Guðs. Endursagt G. L. 25

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.