Afturelding - 01.06.1967, Side 45

Afturelding - 01.06.1967, Side 45
virða hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og Mamm- on“ (Matt. 6,24). Hlustið einnig á hin dýrmætu orð Jesú: „Vakið því, þar eð þér vitið eigi dag- inn né stundina" (Matt. 25,13). Þeir sem neita að hlýða Andkristi munu tapa vinnu sinni. Þeim mun verða ómögulegt að fá keypta fæðu. Vinir þeirra munu hata þá og munu segja: „vitið þér ekki, að allur heimurinn liefur beðið eftir þessum manni.“ Bylgjur ranglætis munu ganga yfir heiminn. Að- eins fáir rnunu færir um að veita viðnám, því að það mun þýða píslarvættisdauða að standa á móti Andkristi. Hverjir eru þeir, sem tnunu komast und- an? Það eru þeir, sem frelsaðir eru fyrir hið dýr- mæta blóð Jesú Krists. Endurfæddir menn og kon- ur, sem framganga í Andanum og lifa heiliigu lífi. Ég bið yður um að undirbúa yður nú svo, að þér komist undan hinni svörtustu stund, sem heimur- inn hefur nokkurn tíma þekkt. Ástandið í heiminum fer versnandi. Það mun verða ófriður um allan heim, hatur milli þjóða, hungur, plágur og stjórnleysi. Það mun verða hættulegt. að ganga um strætin. Þetta Andkrists varmenni mun rísa á sjóndeildar- hringnum, gnæfa yfir mannkynið og segja: „Fylgið mér!“ Munið hin spámannlegu orð Opinberunar- bókarinnar 13, 4—5: „Og þeir tilbáðu drekann af því að hann hafði gefið dýrinu vald sitt og þeir tilbáð'u dýrið og sögðu: Hver jafnast við dýrið?“ Aðeins þeir, sem eru huldir blóði Jesú Krists, munu komast undan þrengingu dómsins. Já, heimurinn er að verða undirbúinn undir komu Andkrists. Ekki er samt allt vonlaust af því, að kristnir menn eru að verða undirbúnir sigur- göngu inn í himininn. Kristnir menn, sem eru í sannleika sanntrúaðir, cndurfæddir, þvegnir flekk- lausir fyrir mátt hlóðs Jesú Krists. Bænir þeirra eru stöðugt: „Hvað sem öðru líður, þá kom þú Drottinn Jesús.“ Hvílík blygðun að lesa liinar sönnu kenningar Biblíunnar, en falla svo fyrir Andkristi, þegar hann kemur. Hvílík blygðun að vera skolað burtu inn í eilíft myrkur með straumi svikinna loforða. Fólk víða í Afríku þekkir ekki þennan sannleika. Það kynnist ef lil vill aldrei slíkum kenningum. Fólk í Kína kommúnista, veit ekki það, sem þér vitið nú. Það fólk mun skolast burtu. Fólkið í Rúss- landi með sínar guðlausu hugsjónir er hindrað í að vita þetta og því mun verða skolað burtu. En þú og ég höfum verið varaðir við. Vér höfum heyrt og lesið sannleikann í Biblíunni. Mun ísland bjó'öa Andkrist velkominn? Sérhver yðar svari fyrir sig. Eg bið til Guðs, að sannleikurinn í orðum Drott- ins vors og frelsara Jesú Krists, megi ná djúpt inn í hjarta yðar. Nái hann að festa þar rælur og hvetja yður til að verða í öllu sannfærður, kristinn maður. Hlustið á hina ástríku rödd Jesú, þegar hann kall- ar: „Eg er vegurinn og sannleikurinn og lífið, eng- inn kemur til föðurins nema fyrir mig“ (Jóh.,14,6). Matt. 16, 24—28. Þá mælti Jesús við lærisveina sína: Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér. Því að hver, sem vill bjarga lífi sínu mun týna því, en hver sem týnir lífi sínu mín vegna, hann mun finna það. Því að hvað mun það stoða manninn þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni? Eða hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína? Því að manns-sonurinn, mun koma í dýrð föður síns með englum sínum og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir hreytni lians. EFTIRMÁLI. „Sá, sem þetta vottar segir: Já, ég kem skjótt. Amen. Kom þú Drottinn Jesúm. (Op Jóh. 22,20). Listdansmœr finnur hamingjuna. Norikó Mikani var llstdairsmær 1 Tokio. Hún haföi lært japanskan dans mjög vandasaman og erfiðan. Hún ritaðl: ,,Mig iangaði til að verða alkunn dansmær og iagði pess vegna hart að mér, en pað megnaði ekki að fylla tómið i hjarta mínu. Ég varð mjög einmana. Dag nolckurn barst K.B. smárit til heimilis míns. Er ég hafði lesið það, lét ég innrita mig i Biblíubréíaskóla til aö kynnast þessu betur. Meðan námskeiðið stóð yfir, bað ég af hjarta og fann að ég umbreyttist. Ég er ekki líkamlega hraust og fátæk af veraldlegum gæðum, en mig langar til að helga Guði líf mitt. Ég hef yfirgeíið japanska dansltólann og hef öðlazt nýtt líf. Ég þarínast hjálpar ykkar, biðjið fyrir mér.“ Ósk hennar var þegar uppíyllt með bréfa- skiptum og aðstoð frá K.B. skrifstofunni 1 Tokio. (Úr bænabréf Kristllegar bókmenntadrelfingar). 45

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.