Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 32

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 32
Nú hafa einnig komið tilkynningar frá Banda- ríkjunum, að u.þ.b. 6 stundum eftir að fyrstu til- kynningar komu frá Noregi, fóru að streyma inn tilkynningar til lögreglunnar í Austurríkjunum af svipuðu tægi, kl. 9, eftir amerískum tíma. Það lítur út fyrir að það fylgi sólaruppkomunni vesturyfir. Tilkynnt er um stórkostlegar umferða- truflanir í ríkjunum þar, og mjög margir hafa farizt. Blöðin álíta, að á morgun muni verða hægt að fá skýrara yfirlit um hvað skeð hefur í Banda- ríkjunum, og ef viðburðirnir fylgi sólinni, verði komnar skýrslur frá öBum stærri borgum í Banda- ríkjunum. Það mundi því ná til San Francisko fyrir kvöldið. Kl. er nú 20. 1 fréttum kemur fram, að yfir allan heiminn hafi þessi ógæfa haft sömu áhrif. Hingað til hafa einkum borizt fréttir frá stærri borgum. En nú fara að berast fregnir frá ýmsum héruðum og sveitum. Á suðurhveli jarðar hefur það sama borið við, og það virðist hafa borið við jafn- hliða því sem við höfum reynt hér. Hræðilegur óróleiki er ríkjandi alls staðar. Það lítur út fyrir að fólk þori ekki að ganga til hvíldar í nótt. Á götunum er rætt í æsingi um það sem skeð hefur. Fólk kemst meira og meira að þeirri niðurstöðu, að þetta standi í einhverju sambandi við hina kristnu og kristindóminn. Þeir, sem þekkt hafa hina burthorfnu, og þeirra nákomnu, segja frá, að það séu eingöngu ofstækisfuBir kristnir, og sak- laus börn sem horfið hafi. Þannig skýrði einn hafn- arverkamaður frá í kvöld: „Já, hann Hans Olsen er horfinn, nú liefur hann reynt það sem hann sí- fellt hefur prédikað um, að Jesús inundi koma skjótt og sækja hann. „Já, svaraði annar, „við höfðum líka einn þannig, sem hvarf. En nú verða yfirvöld- in að taka þetta að sér og fyrirbjóða öll trúarbrögð, svo að slíkt sem þetta endurtaki sig ekki.“ „Ó, nei,“ andvarpaði einn í hópnum. „Þetta mun aldrei ske framar. Þeir hafa haft rétt fyrir sér, þeir kristnu. Hefðum við aðeins hlustað á þá, hefðum við haft það betra núna heldur en að þurfa að lifa í þessu helvíti og ringulreið, sem nú mun koma yfir okkur.“ „Jæja, þú trúðir þá á þá, því hefðir þú átt að slást í fylgd með þeim, þegar þeir fóru,“ sagði einhver. „Ég vildi óska að það hefði verið svo,“ svaraði hann og fór. Einn hrópaði á eftir honum: „Þú ættir að hengj- ast, bæði þú og aðrir, sem gefa sig að þessum geðveikiskristindómi.“ Næsta dag gátu blöðin enga skýringu gefið. Allt er og verður einn leyndardómur. Frá öllum lönd- um koma svipaðar fregnir. Frá kristniboðsökrun- um er sagt frá fjöldahvarfi. Aðeins fáir eru eftir. Á þeirri prestasamkomu, sem kölluð var saman, kom í ljós, að mjög margir prestar og prédikarar voru til staðar, en margir voru líka hrifnir brott. Það ríkti óvissa og dapurleiki. Margir voru mjög óhamingjusamir, sagði í skýrslunni. En eng- inn efi var um, að það sem skeð hafði, var hin fyrirsagða „burthrifning brúðarinnar.“ Nokkrir skýrðu frá því, að þeir hefðu aldrei hugsað, þrátt fyrir sína guðfræðilegu menntun og rannsókn Guðs orðs, að þetta mundi ske á þennan hátt, eins og fram hefur komið nú, þeir voru framandi fyrir endurfæðingunni, og anda sonarkosningarinnar. Einn ungur prestur sagði: „Ég hef aldrei lært þetta þannig. Prófessorarnir töluðu aldrei um það á þennan hátt, eins og það hefur skeð á þessum dögum.“ „Það hófust umræður um málið. En það var of mikil ólga í hugum manna, til þess að þær gætu orðið skipulegar,“ bætti blaðamaðurinn við. Þegar lögreglan hafði snúið sér til kirkjuvfir- valdanna til að heyra álit þeirra, var samin álits- gerð, sem flestir þátttakendur samkomunnar voru sammála um, svo hljóðandi: „Atburður hefur skeð sem var fyrirsagður, biblíulegur atburður. Er það hin svokallaða burt- hrifning hrúðarinnar, eða að Jesús hefur sótt sína.“ En það var líka allt sem þeir höfðu að segja. Lögreglan vildi ekki birta opinberlega álitsgerð prestanna. Þeir álitu, að allt þetta væri hugarburð- ur upprifinna ímyndunarafla. Atburðirnir voru svo umfangsmiklir, að þetta hlaut að verða al- þjóðavandamál. Sé það sem skeð hefur eitthvað í sambandi við kristindóminn, þá er sjálfsagt að loka öllum kirkimn og samkomuhúsum þar til fengizt hefur betra yfirlit og allt skýrist nánar. Þar sem þetta vandamál snertir allar jijóðir er ekki ósennilegt að skipuð verði sameiginleg nefnd. Þá mundu Sameinuðu þjóðirnar verða hinn rétt- asti aðili til að meðhöndla það og rannsaka það gaumgæfilega. 1 söfnuðum hinna kristnu eru áhrifin mjög dap- 32

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.