Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 34

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 34
í fyrsta sinn höfðu Hvítasunnumenn aðstöðu til þess að hafa tjaldsamkomur á þessu sumri. Tjald- samkomur byrjuðu í Stykkishólmi í sambandi við sumarmótið. Tjaldið var reist á ágætum stað, mið- svæðis í bænum. Þar voru allar kvöldsamkomur mótsins haldnar við beztu skilyrði. Eftir sumar- mótið var tjaldið flutt til Akraness. Þar voru tjaldsamkomur haldnar í 4 daga. Næst var tjaldið reist í Reykjavík. Ágætur stað- ur fékkst fyrir það, á sléttri, iðgrænni grund skammt frá gömlu sundlaugunum. Hj ónin, Róbert og Siv PeHén, frá Svíþjóð voru gestir þessara tjaldsamkomna i Reykjavík. Róbert Pellén hafði sem ungur menntamaður lesið verkfræði í háskóla í Berlín, í mörg ár. Hann var orðinn þekktur, sem dugmikill maður í viðskiptaheimi lands síns -— Svíþjóð, er hann inætti Kristi, sem frelsara sínum. Eftir það gaf hann sig í þjónustu Krists með eldlegum áhuga. Frú Siv Pellén er fyrrverandi óperusöngkona. Hún syngur ágætlega. Um leið er hún afbragðs prédikari, skörp í hugsun og markviss í málflutn- ingi. Um hann og hana má segja það sama er sagt var um Stefán píslarvott: að hann væri fullur af trú og Heilögum Anda. Afturhvarfsreynslu sína öðluðust þau fyrir tíu árum síðan. Það leyndi sér ekki að hæfileikar þessara ágætu gesta nutu sín vel á tjaldsamkomunum. Lögðu þau sig fram af alhug jafnt i tali og söng. Þá var það ekki síður athyglisvert að sjá með hví- líkum áhuga þau lögðu sig fram í hverri einustu eftirsamkomu, töluðu við fólk og báðu með því, stundum fram yfir miðnætti. Þau töluðu á 12 samkomum. Sumar af þeim voru haldnar í sam- komuhúsi Fíladelfíusafnaðarins. Árangur af þessum samkomum teljum við að hafi verið mjög góður. Margt fólk, sem jafnaðar- 34 Bóbert og Siv Pellén. lega kemur hvorki í kirkjur né samkomuhús, kom á tjaldsamkomurnar kvöld eftir kvöld. Þarna virt- ist það una sér vel og orð Guðs hafði áhrif. Minn- ist ég þess, sem bræður okkar á Norðurlöndum hafa sagt: „A tjaldsamkomur á fólk svo létt með að koma, að þangað koma þeir, er aldrei sjást, livorki í kirkjum né í öðrum kristilegum samkomu- húsum.“ Aðsókn var ágæt að samkomunum. Þegar líða tók á tímann, var tjaldið yfirfullt kvöld eftir kvöld. Fólk frélsaðist, skírðist í Heilögum Anda og margir vöknuðu upp til nýs áhuga. Reynslan hefur því orðið mjög góð með þennan nýja þátt í þjón- ustu Guðsríkis á meðal okkar. .4. E.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.