Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 35

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 35
Kall nœturinnar Óli Sveinsson var dálitið ruglaður í höfðinu, er hann nótt eina lauk upp augunum í dimmu her- berginu. Hann hafði það á tilfinningunni að ein- hver hefði verið að kalla á hann. Snögglega leit hann til konu sinnar, en hún var alveg steinsof- andi. Hann lét aftur augun á ný, en gat ómögulega sofnað. Það var eins og hann væri knúður til þess að fara út, en hann sló þessari hugsun frá sér. Það var jú nótt og hann heyrði hvernig stormur- inn hamaðist í trjákrónunum og rigningin lamdi gluggarúðurnar. í slíku veðri var notalegra að vera inni. Hann reyndi að láta fara vel um sig í rúminu, en röddin í hjarta ltans gerði hann óró- legan, svo að hann varð að fara á fætur. Um leið og hann kveikti, vaknaði konan hans og vildi fá að vita, hvert hann ætlaði sér að fara. „Það get ég ekki sagt þér,“ sagði hann. „Það eina sem ég veit, er að ég verð að fara út. Svo sé ég til, hvert leiðin liggur. Það er minn himneski faðir, sem er að kalla á mig.“ Þá er líklega bezt að þú farir,“ svaraði hún. Þegar hann var farinn, lá hún lengi og hugsaði um, hversu undarlega Óli liefði hagað sér upp á síðkaslið. Sumir menn héldu að hann væri dálítið ruglaður og hún varð að játa, að hann oft og tíð- um gerði það sem leit undarlega út. Stundum freist- aðist hún til að líta dálítið niður á liann. Ekki var hann eins skólagenginn og hún, en það mátti liann eiga, að það var hægt að treysta honum og liver og einn gat verið ánægður yfir, að hafa hann í þjónustu sinni. Samt sem áður var hann öðruvísi en aðrir, á einhvern hátt. Það leit út fyrir að hann væri í nánara sambandi við sinn himneska Föður, eins og hann kallaði alltaf Guð. Þegar hann var að biðja, þá gerði hann það á svo einfaldan og jafnvel barnslegan hátt, rétt eins og Guð stæði hjá honum. Það var þetta fasta traust á almáttug- um Guði, sem hafði talað til hennar, þau ár, sem þau höfðu verið saman. Hún þekkti vel hinar veik- ari hliðar hans, en sér til blygðunar, varð hún að viðurkenna, að hann stæði nær Guði, en hún. Eins og nú til dæmis var það hann, sem Guð kallaði á, þegar eitthvað þurfti að gera. Hún var þess full- viss, að eitthvað sérstakt var á ferð þessa nótt. Við svona tækifæri óx hann í augum hennar. Aldrei kallaði Guð á hana á þennan liátt. Nei, Guð gat ekki notað hana, með alla hennar þekkingu. Hún reyndi að festa hugann við eitthvað annað, en hvernig sem hún reyndi, var hún samt sem áður alllaf að hugsa um Óla, sem var að ráfa um þarna úti, einsamall í myrkrinu. Er Óli kom út, fann hann hvernig ískaldur storm- urinn þrengdi sér í gegn um föt hans og hvernig rigningin lamdi andlit hans. En hver var eiginlega ætlunin með þessa ferð? Það var niðamyrkur og enginn einasti maður á ferli á þessum tíma sólar- hringsins. Hann byrjaði að tala í hljóði við Guð. „Það ert þú Faðir sem hefur sent mig,“ sagði hann, „og nú verður þú að sýna mér hvert ég á að fara.“ Hann gekk eins og af hendingu inn á hliðargötu eina, en sá ekkert sérstakt þar. Ef til vill hefur mér skjátlast, umlaði hann með sjálfum sér. Við þessa hugsun fylltist hjarta hans vonleysi. Að hugsa sér, ef Guð gæti nú ekki notað hann framar. Hann hélt áfram að tala við sjálfan sig. „Það getur verið að mig hafi dreymt eða að ég hafi aðeins ímyndað mér, að einhver væri að kalla á mig.“ Á þessari nóttu þurfti enginn að hneykslast á því, þótt hann talaði við sjálfan sig. Það var enginn úti á þessum slóðum núna. Og þótt svo hefði verið, gat enginn heyrt til hans, vegna stormsins. En það var líklega bezt að fara heim. Hann snéri við og þegar liann var kominn að hliðinu heima hjá sér, fylltist hjarta hans óróleika á ný. Hann varð að halda áfram framlijá hliðinu og eftir þjóðvegi, sem lá út úr borginni. Hann var nú orðinn holdvotur, 35

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.