Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 21
var vinur þeirra. Hjarta hennar var fullt af kær- leika til þessa fólks og hún þráði svo innilega að það gæti orðið frjálst frá hræðilegri þrælkun þrælahaldsins. Því að henni var ljóst, að það var orsök að þeim ótta og sorg sem fyllti hjörtu þeirra. Hún ákvað með sjálfri sér, að gera eitthvað í þessu. Og svo mikill var kraftur Guðs yfir henni, að liún fann ekki til hræðslu, hvorki við krókódíla eða mannætur. En það var einnig annað sem þeir þurftu að fá hjálp með. „Komdu fljótt Ma!“ kallaði kona nokkur, dag einn til hennar. Hún fór með henni til kofa, sem var í útjaðri þorpsins. Rétt í því að þær komu þangað, kom kona hlaupandi út úr kofa sínum, með sitt barnið undir hvorri hendi. Hún hafði sýni- lega í liýggju, að fara með þau inn í skóginn og skilja þau eftir. Bráðlega mundu þau verða villi- dýrunum að bráð. Þetta voru tvíburar, og fólk hélt, að ef tvö börn fæddust í einu, þá væri það einhver illur andi, sem væri faðir annars barnsins. Og sem það var ómögulegt að vita livort barnið það væri, var hezt að deyða þau bæði. „Gefðu mér börnin!“ kallaði Mary til konunnar, og hún þreif þau frá móðurinni, og flýtti sér í burtu. Fólkið í þorpinu var steini lostið, er það sá hana hlaupa'fram hjá kofum þeirra, með börn- in í fangi sér. Hún fór með þau inn í kofa sinn. „Kæri Guð,“ bað hún. „Hjálpa þú mér til þess að svna þessu fólki, að þessi hræðilega hjátrú er röng.“ En þegar tvíburarnir lifðu og döfnuðu vel og engin ógæfa lienti, varð fólkið alveg undrandi. Svo leið ekki á löngu áður en lítill munaðarlaus dreng- ur kom til hennar. „Ég á ekkert heimili sagði hann. Má ég ekki vera hjá þér?“ Mary var glöð yfir að fá tækifæri til þess að gæta tvíburanna. Eftir dálítinn tíma voru aðrir tví- hurar bornir lil hennar. Og eftir því sem árin liðu, tók liún á móti meira en 50 tvíburabörnum. Þessu liélt bún áfram þar til lög voru sett sem bönnuðu að bera út tvíbura. Eftir þetta varð Mary að dvelja eitt ár heima í Skotlandi, vegna sjúkdóms, sem hún hafði tekið i Afríku. Þegar lnin snéri aftur til Afríku, hafði hún fengið leyfi kristniboðsfélagsins að byggja kristni- boðsstöð í Ekenge, sem var lengra inn í landinu. Höfðinginn ])ar hafði samþykkt þetta. Og systir höfðingjans var bezta vinkona hennar. Oftar en einu sinni, er Mary lenti í höndum mannæta bjarg- aðist hún fyrir milligöngu þessarar konu. Mary byggði sinn eigin kofa á meðal þeirra. Hér bjó hún með liinum fimm munaðarlausu börnum, sem hún hafði tekið að sér í fyrstu. Hún lifði sama lífi og Afríkumenn lifðu, gekk berfætt, svaf á moldargólfi kofans, borðaði það fæði sem þeir borðuðu og drakk óhreina vatnið þeirra. Og svo vandist hún þessum lifnaðarháttum, að þegar hún kom til Skotlands, vildi hún heldur sitja á ábreiðu sem lögð var á gólfið, en á stól. Það lá við að Mary fengi taugaáfall, er henni var sagt. að þegar höfðingi í Afríku dæi, þá væru bæði konur hans og þjónar deydd. Oft var einhver þjóðflokkur í nágrenni ásakaður um að vera vald- ur að dauða hans. Út af því varð stríð og fólk tek- ið til fanga og gert að þrælum. Þegar sonur höfð- ingja þjóðflokksins í Ekenge dó, voru margir menn teknir til fanga. Hann hafði verið grafinn áður en hann var skilinn við. Drykkur var nú tilreiddur af eitruðum baunum. „Drekkið þetta eitur,“ var sagt við fangana. „Ef þið eruð saklausir, mun það ekki saka ykkur.“ En Mary vissi vel, að þetta var ósatt. Eitrið mundi leiða þá til dauða, hvort sem þeir væru saklausir eða ekki. Einum af öðrum bjargaði hún með því að taka þá inn í kofa sinn, og svo stóð hún vörð. Seinna var þessi veikburða stúlka frá Skotlandi, heiðruð á þann hátt af stjórnarvöldum, að hún var skipuð vara-ræðismaður árið 1891, í landi sem var fullt af mannætum. Þar lifði hún á meðal þeirra, sem ekkert skeyttu um líf manna. Fyrir kraft Guðs hafði hún sýnt þeim leiðina til betra lífs. Og sem embættismaður gat hún leyst mörg deilumál þjóð- flokksins og hindrað mannát. En Mary langaði til þess að fleiri þorp fengju að heyra fagnaðarerindið. Árið 1896, þegar hún var heima í SkoBandi ásamt fjórum börnum, sagði hún frá neyð heiðindómsins. Þegar hún kom aftur til Afríku, opnaði hún kristniboðsstöð í Itu. í því þorpi var sölutorg, þar sem verzlað var með þræla. Hér eins og annars sfaðar stofnaði hún oft lífi sínu í hættu, en vann margar sálir fyrir Krist. Já, svo margar að hún varð að skrifa kristniboðsfélaginu, að senda kristniboða þangað, til þess að byggja 21

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.